Jónína Ben byrjar að blogga af krafti

Jónína BenediktsdóttirÞað er ekki hægt að segja annað en að Jónína Benediktsdóttir byrji af krafti að blogga hér á Moggablogginu. Hún segir í bloggfærslu að tölvupóstar olíuforstjóranna hafi verið komnir inn á heimili hennar og þáverandi sambýlismanns hennar, Jóhannesar Jónssonar, löngu áður en þeir bárust Samkeppnisstofnun.

Orðrétt segir Jónína: "Hvað gerðist, ef ég nú vogaði mér að láta almenning vita, að tölvupóstar olíuforstjóranna voru komnir inn á heimili mitt og Jóhannesar í Bónus, löngu áður en þeir bárust Samkeppnisstofnun? Fæ ég þá fleiri og magnaðri árásir í Baugsmiðlunum?

Hvers vegna segir enginn: Það þarf að rannsaka upphaf olíumálsins? Hver ýtti því úr vör? Hvaða hugur bjó þar að baki? Góðmennska, hefndarhugur?
".

Meira er sagt sem vert er að lesa. Þetta eru heldur betur dúndurskrif - það verður greinilega vel fylgst með bloggvef Jónínu Benediktsdóttur á næstunni.

Upphaf Baugsmálsins - skrif JBen


mbl.is Jónína Benediktsdóttir segir að tölvupóstar í olíumálinu hafi lekið út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Svakalegur pistill hjá henni jónínu og nauðsynlegur til að slá á þetta bull með tenginguna inn í Sjálfstæðisflokkinn. Ég veit að fólk er skynsamt og mun sjá í gegnum þá vitleysu. Og svo vil ég að fréttamenn gangi á Ingibjörgu varðandi þessi mál, komi með sannanir og rök en ekki bara glott og frasabull út í loftið. Fjölmiðlar eru fjórða valdið og þá krefst maður þess að innan þeirra eigi sér stað fagleg vinnubrögð.

Guðmundur H. Bragason, 1.2.2007 kl. 14:55

2 identicon

Er ekki kominn tími til að kalla einhvern til sem getur útskýrt hvernig tölvupóstar ritstjóra morgunblaðsins - Jónínu Ben sem og póstar 3 olíuforstjóra geti ratað í hendur Baugsmanna ?

smá innlegg:

1.
Oliufyrirtækin hýsa allan póst innanhúss.
MBL gerir slíkt hið sama.
Jónina Ben hýsti pósta að vísu hjá netfyrirtæki í eigu Baugs.

2.
Baugur var búið að reyna mikið á bak við tjöldin að komast yfir Skeljung - taldi miklar duldar eignir innan Skeljungs sem hægt væri að selja og halda kjarnastarfseminni við - án árangurs.

3.
Þeir komast yfir einkapósta forstjóra oliufélaganna og áframsenda til samkeppnisstofnunar. Þetta var sagt við Oliumenn á sínum tíma þegar ráðist var til inngöngu í þeirra fyrirtæki......og hef ég það frá einum nátengdum einum forstjóranna.  Hallur Hallsson frv.fréttamaður hefur upplýsingar um það mál.

4.
Ráðist er til inngöngu í oliufélögin - stuttu seinna var easy stuff fyrir Baug að negla Skeljung í gegnum Pálma Banana Fons sem er oft notaður sem leppur og viti menn - skeljungi er skipt upp og allt selt sem ekki tilheyrir kjarnastarfseminni....og Baugsmenn brosa hringinn.

Eftir stendur: 5 aðilar (3 forstjórar - Jónina og ritstjóri) hafa nú lent í því að einkapóstar þeirra rati inná borð stærsta fyrirtækis landsins sem hefur svo nýtt sér póstana til að ná viðskiptalegum markmiðum sínum.......allir þessir aðilar hýsa sína pósta hjá ólíkum aðilum.


Er þetta ekki soldið mikið mál og fréttnæmt ?

Kv.
Sigga

sigga (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband