Samfylkingin í frjálsu falli - VG og SF jafnstór

Könnun (feb 2007) Samfylkingin mælist með lægsta fylgi sitt á kjörtímabilinu í nýjustu könnun Gallups sem birt var fyrir stundu. Samfylkingin og VG eru nær jafnstór og standa á pari. Það er því ljóst að fylgi Samfylkingarinnar er í frjálsu falli og staðfestir þessi könnun fyrri mælingar annarra könnunaraðila í janúar um að fylgi flokksins sé sífellt að minnka í formannstíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.

VG bætir einn flokka við sig fylgi milli mánaða og er eins og fyrr segir nú kominn upp að hlið Samfylkingarinnar í stærð. Það flokkast varla undir neitt annað en pólitískt áfall fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur hvernig komið sé fyrir Samfylkingunni sem virðist eiga í mikilli pólitískri krísu þessar vikurnar, á þeim tíma sem kosningabaráttan er að hefjast af alvöru. Á sama tímapunkti fyrir alþingiskosningarnar 2003 mældist Samfylkingin með tæplega 40% fylgi í könnun Gallups.

Frjálslyndir minnka um tvö prósentustig milli mánaða. Framsóknarflokkurinn stendur í stað með tæp 10% og eru þessir tveir flokkar nú jafnstórir í mælingu. Sjálfstæðisflokkurinn missir örlítið fylgi en er enn mjög vel yfir kjörfylginu árið 2003. Skv. skoðanakönnuninni mælist ríkisstjórnin með 49% fylgi en flokkarnir sem mynda stjórnina mælast með 46% fylgi og ríkisstjórnin því fallin skv. því.

Þessi könnun er mjög athyglisverð - verður fróðlegt umfram allt að sjá skiptingu fylgis og þingmanna í kjördæmunum. Úrtakið er vel yfir 3000 manns svo að þetta er mjög sterk könnun og nokkuð afgerandi. Raunar eru skilaboðin í henni merkilega lík þeim tölum sem sáust hjá Heimi og Fréttablaðinu.

Það stefnir í spennandi 100 daga, fram að alþingiskosningunum þann 12. maí. Mikil gerjun virðist vera í pólitíkinni og mikil óvissa og jafnframt spenna yfir kosningabaráttunni sem senn hefst af fullum krafti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

á maður ekki bara vera bjartsýnn og segja að það sé betra fyrir Samfylkinguna að toppa seint en of snemma :)

Núna er Jón Baldvin búinn að sparka aðeins í rassinn á fólki.. og ég held að það sé að átta sig á því að hlutirnir gerast ekki af sjálfum sér, og það þurfi virkilega að benda fólki á hvað núverandi ríkistjórn hefur í raun staðið sig illa.

Næstu 100 dagar verða örugglega mjög áhugaverðir.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 1.2.2007 kl. 20:25

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Jónas: Þetta verða mjög spennandi kosningar, þær mest spennandi lengi. Ég vona að kosninganóttin verði bæði löng og spennandi, þær eru bestar þannig. :)

SJ: Ég tel nær öruggt að þessi ríkisstjórn muni falla í vor. Framsóknarflokkurinn mun upplifa þungan skell sem fyrirséð hefur verið mjög lengi. Vilja vinstriflokkarnir leiða Frjálslynda flokkinn til öndvegis í ríkisstjórn? Það er stóra spurningin. GHH hefur sagt óraunhæft fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vinna með FF. Það tel ég líka, ég vil ekki sjá þann flokk í stjórn og mun aldrei styðja slíka stjórn nái þessir tveir flokkar meirihluta. Ég vil heyra í formönnum hinna flokkanna með FF. En þessi könnun er mikið högg fyrir ISG og SF. Verði þetta raunin mun henni varla verða sætt og henni kennt um afhroð, enda yrði þetta ekkert annað metið en afhroð fyrir stjórnarandstöðuflokk.

John Reid sendi öllum dómurum bréf og bað þá að íhuga að grípa til annarra refsinga en fangelsisdóma. Á sama tíma dæmdi breskur dómari sakfelldan barnaníðing til skilorðsbundinnar refsingar og lét hann lausan á þeirri forsendu að bresk fangelsi væru yfirfull. Breskir fjölmiðlar velgdu Reid undir uggum. Forsætisráðherrann tók ábyrgð á honum og varði hann. Reid mun ekki segja af sér, enda á hann hönk upp í Blair, sem má heldur ekki missa Reid hafandi "Cash-for-honours" skandalinn yfir höfði sér. Hafa íslenskir ráðherrar sent dómurum slíkt bréf?

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.2.2007 kl. 20:36

3 Smámynd: Ólafur Örn Nielsen

Sama get ég sagt ef Steingrímur J. Sigfússon yrði einhvern tíma forsætisráðherra Ekki gæti ég búið að vera rændur launum og frelsi yfir eigin lífi.

Ólafur Örn Nielsen, 1.2.2007 kl. 21:20

4 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Ef þú ert ekki með yfir 350þús krónur á mánuði Ólafur Örn Nielsen, þá hefur þessi ríkistjórn rænt af þér launum.. og ef þú skuldar eitthvað, þá er hún búinn að hækka það með verðbólgutíð á tímum verðtryggingar. T.d. var 1,5 miljón smurt á langtíma lánin mín á þessu ári, vegna þess að ríkistjórnin hætti að stunda efnahagsstjórn. Kannski gerði ég mistök að trúa því þegar mér var lofað áframhaldandi stöðuleika í síðustu kostningum.. loforð sem var þverbrotið!

Ég geng næstum það langt að segja að ég treysti Steingrími J. betur fyrir fjármálaráðuneytinu en dýralækninum sem er þar núna, en ég treysti honum amk betur en öllum framsóknarmönnum í núverandi ríkistjórn.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 1.2.2007 kl. 21:46

5 identicon

Stóra spurningin er auðvitað þessi hvor verður stærri eftir næstu kosningar vg eða sf, ég ætla að leyfja mér að veðja á vg.
FF í ríkisstjórn, hver vill eiga sæti í ríkisstjórn með slíkum flokki ?
Áhugi þingmanna eins og Marðar, Ágústs Ólafs, Þórunnar og Björgvis á myndun ríkisstjórnar sf og Sjálfstæðisflokksins er 0.

Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 22:15

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Bjarki: Mjög sammála þér. Þó svo að stjórnin héldi velli verður það aldrei neitt til að byggja á. Það er mitt mat. Hún þarf hið minnsta 33-34 sæti (held 34 frekar) til að menn leggi í þetta. Ef koma fleiri framboð til vinstri eru meiri líkur en minni á að hún haldi velli. Stjórnin hefur virkað feig síðustu mánuði og hún mun ekki sitja þó 32 séu á bakvið hana. DO lagði ekki í að vinna með Alþýðuflokknum í 32 manna meirihluta árið 1995 og sömu afstöðu mun Geir taka. Framsókn mun eitthvað lyfta sér en staða þeirra er þeim ekki síður sjokk en Samfylkingunni. Framsókn hefur þó verið í stjórn en SF aldrei og því er þeirra áfall enn meira. Þetta er rosaleg staða fyrir ISG, blasir við. Í kosningunum 2003 höfðu Framsókn og SF meirihluta en nú eru þeir heillum horfnir, eru sennilega með rétt um 20 bara núna, mikið fall fyrir báða flokka.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.2.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband