Forseti spilar sóló - eðlileg viðbrögð Halldórs

Halldór BlöndalÁ pólitískum ferli sínum hefur Halldór Blöndal alltaf staðið vörð um virðingu og hlutverk Alþingis í stjórnskipan landsins. Hann stóð lengur en flestir aðrir vörð um Alþingi í átökum þings og forseta sumarið 2004 þegar að forseti Íslands gekk gegn lýðræðislega kjörnu Alþingi án þess að gera þingforseta og forsætisráðherra grein fyrir því áður en haldinn var blaðamannafundur þar sem þjóðhöfðinginn lýsti yfir frati á æðstu embættismenn landsins, ríkisstjórn landsins og þingið og án þess að svara spurningum.

Á þessum örlagaríku dögum fyrir þrem árum var Halldór Blöndal forseti Alþingis og stóð vörð um það sem hann taldi skipta mestu. Ítrekaði hann skoðanir sínar í þeim efnum í eftirminnilegri ræðu sinni er hann tók kjöri sem þingforseti í síðasta sinn, 1. október 2004. Halldór sagði þá það sem honum fannst og mislíkaði mörgum þingmönnum að kjörinn forystumaður þingsins hefði skoðanir. Var það þá og er enn með ólíkindum, enda hlaut þingforsetinn á þessum örlagatímum að hafa skoðanir á stöðu mála. Þingforseti er kjörinn þingmaður og hefur því fullt umboð til að tala um stjórnmál. Ég skrifaði á sínum tíma ítarlegan pistil um málsvörn Halldórs.

ÓRGÓlafur Ragnar Grímsson lítur á sig sem eyland í stjórnkerfinu. Það verður sífellt greinilegra á ákvörðunum hans. Nýlega tók hann sæti í þróunarráði Indlands án þess að ráðfæra sig hvorki við utanríkisráðherra eða utanríkismálanefnd Alþingis. Það hefði verið algjörlega lágmark að forseti hefði allavega ráðfært sig við ráðherra fyrirfram og gert honum grein fyrir þessu. Það var ekki gert.

Í yfirlýsingu forsetaembættisins kemur fram að forseti sé þjóðkjörinn og geti því allt að því gert sem honum sýnist. Ég er ekki sammála þessu og tek undir skoðanir Halldórs Blöndals, sem nú gegnir formennsku í utanríkismálanefnd, sem vill kalla fulltrúa ráðuneytis og forsetaembættisins til fundar.

Staða mála er einföld; forsetinn hefur ekkert framkvæmdavald, og það sem hann gerði, þótt það líti eflaust út fyrir að vera saklaust, á sér enga stoð á neinum stað. Þetta er einspil forseta án framkvæmdavalds. Auðvitað tekur utanríkismálanefnd upp málið, enda ber henni að fylgjast með framkvæmdavaldinu, en skv. stjórnskipan sem þetta blessaða land starfar jafnan eftir frá degi til dags starfar framkvæmdavaldið í umboði meirihluta löggjafarvaldsins.

Samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins Íslands fer framkvæmdavaldið með umboð valds forsetans. Staða mála er því einföld. Forseti Íslands er enginn sólóleikari þó eflaust vilji þessi forseti vera það. Það hefur tíðkast að forseti hefur samráð við utanríkisráðherra við verk á erlendum vettvangi og það hefði átt að vera með þessum hætti í þessu máli. Þannig að ég tel þetta ámælisvert og tek undir skoðanir Halldórs Blöndals í þessum efnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öfundin út í Ólaf Ragnar kraumar víða. Mörgum finnst erfitt að sætta sig við þá staðreynd að hann er fremstur Íslendinga í dag og nýtur mun meiri virðingar á alþjóðavettvangi en allir okkar stjórnmálamenn og fjármálaljón. Og hefði Framsóknarflokkurinn ekki rekið Ólaf Ragnar úr flokknum á sínum tíma væri hann nú formaður og flokkurinn í þeirri stærð sem Samfylkingin ætti að vera og því valkostur gegn Sjálfstæðisflokknum. En sá flokkur hefur lítið lært og nú hefur Kristinn H verið flæmdur á brott og þar með möguleikinn á fylgi vinstra megin við miðju sem Framsókn gat oftast sótt í.

leibbi (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 21:15

2 identicon

Mér fannst Halldór frekar klaufalegur...enda gerði forsetinn létt grín að honum í fréttum áðan. :-)

Jón Ingi (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 22:26

3 identicon

Ólafur Ragnar Grímsson er tvímælalaust öflugasti forseti sem íslenska þjóðin hefur átt.  Hvað varðar fjölmiðlafrumvarpið fræga þá hefur forseti málskotsrétt skv. Stjórnarskránni en vandamálið er að það er ekki nægilega vel skilgreint hvað gerist ef slíkum málskotsrétti er beitt.  Nauðsyn málskotsréttarins er óumdeilanlegt enda væri án hans uppi sú staða að forsætisráðherra í krafti meirihlutavalds (forsætisráðherra sjálfur ásamt 31 öðrum þingmanni) gæti gert sjálfan sig eða þess vegna ömmu sína að einvaldi án þess að þjóðin hefði nokkuð um það að segja.   

Hilmar Vilberg Gylfason (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband