Kaffibandalagið deyr - VG útilokar frjálslynda

Steingrímur J. Kaffibandalagið virðist úr sögunni eftir að Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, fylgdi í fótspor Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, um að allt að því útiloka ríkisstjórnarsamstarf við Frjálslynda flokkinn. Það er ekki undarlegt að vinstri grænir taki þessa afstöðu. Það stefnir í kosningasigur flokksins eftir þrjá mánuði og með þessari yfirlýsingu er ljóst að frjálslyndir verða að óbreyttri stefnu ekki leiddir til valda af þeim. Það hefur verið ein stærsta spurning síðustu dagana hver afstaða vinstrflokkanna væri til frjálslyndra.

Síðustu mánuði hefur mikið verið talað um samstarf stjórnarandstöðuflokkanna fari það svo að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks falli eftir tólf ára setu. Í gær birtist skoðanakönnun sem sýndi stjórnarandstöðuflokkana með þingmeirihluta, Samfylkinguna í staðfestu frjálsu falli, Sjálfstæðisflokkinn yfir kjörfylginu 2003 og Framsóknarflokkinn með helmingi minna fylgi en í kosningunum 2003. Samkvæmt henni eru frjálslyndir búnir að missa tvö prósentustig milli mánaða. Spurt var því hvernig litið væri á frjálslynda.

Mér finnst yfirlýsing Steingríms J. mjög afgerandi og það var nauðsynlegt að fá hana fram. Að fengnum tölunum sem birtust í gær er nú ljóst að Frjálslyndi flokkurinn er ekki lengur kostur til stjórnarþátttöku. Nú hafa flokkar sem hafa 21% og 37% fylgis í könnunum útilokað samstarf við flokkinn að óbreyttri stefnu og því ljóst að þrengist mjög sífellt um Frjálslynda flokkinn. Það hefur blasað við síðustu vikur að áhersluskerpa Frjálslyndra í innflytjendamálum hefur veikt stöðu þeirra umtalsvert þó kannski hækki fylgið sem slíkt eitthvað. Þetta mál hefur nú drepið kaffibandalagið fræga sem komst á koppinn í mýflugumynd síðasta haust.

Kostirnir verða nú sífellt færri í væntanlegum stjórnarmyndunarviðræðum - línurnar skýrast með hverjum deginum. Þetta var stór og mikil yfirlýsing, afgerandi og góð. Það er fróðlegt hvað formaður Samfylkingarinnar segir um þetta og fleira..... hún er kannski enn orðlaus yfir tölunum og afhroði Samfylkingarinnar sem sífellt kemur betur fram?

mbl.is Steingrímur: Fyrirfram útilokað samstarf við flokka sem gera út á andúð í garð útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist á öllu að steingrímur J sé að undirbúa samstarf með Sjálfstæðisflokknum!

Byggingarverkamaður (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 13:37

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það virðist vera. Allavega hefur hann fækkað samstarfskostum sínum. Annaðhvort er það þriggja flokka stjórn með Framsókn og Samfylkingunni eða stjórn með Sjálfstæðisflokknum sé miðað við stöðu mála í könnun Gallups í gær.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.2.2007 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband