Groundhog Day - skemmtileg hjátrú um veðrið

Punxsutawney Phil2. febrúar ár hvert á sér stað merkilegur atburður í smábænum Punxsutawney í Philadelphiu í Pennsylvaníu-fylki. Þá er múrmeldýr dregið út úr holu snemma að morgni og með því er spáð fyrir um veðrið út veturinn og vorkomuna. Múrmeldýradagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í bænum í 120 ár. Að þessu sinni sá Phil ekki skugga sinn og því er spáin óvenju góð og útlit fyrir að vori mjög snemma.

Samkvæmt gamalli trú þýðir þetta að veðrið verður með besta móti næstu vikur og gott sumar gæti verið framundan. Þúsundir manna hafa lagt leið sína árlega til bæjarins til að verða vitni að þessum atburði. Mikil stemmning er jafnan og var mikið klappað og öskrað af gleði þegar að spádómurinn lá fyrir nú. Fólk lifir sig inn í þessa merkilegu seremóníu með alveg merkilegum hætti. Er þetta í 15. skiptið af 118 sem Phil sér ekki skugga sinn og því ljóst að mun oftar hefur spáð vondu veðri. Færri sögum fer af hversu oft rétt hefur verið spáð um veðrið.

Groundhog DayÞessi siður og athöfn var gerð ódauðleg í hinni frábæru kvikmynd Groundhog Day með Bill Murray árið 1993. Hef lengi fílað þessa mynd og horft á hana margoft. Hún fjallar um veðurfræðinginn Phil Connors, sem er nett orðað egóisti og algjör besservisser. Febrúardag einn þarf hann að fara í vinnuleiðangur til að fylgjast með Múrmeldýrsdeginum - hann heldur til Pennsylvaníu í fjórða skiptið... en það verður alveg ólíkt þeim fyrri.

Dagurinn er vægast sagt ekki í uppáhaldi hjá honum. Hann ætlar að drífa sig strax heim aftur seinna um daginn til að komast úr þessu skítaplássi, eins og hann telur það vera. Þegar hann er búinn að taka upp athöfnina frægu drífur hann sig með starfsliðinu en þá er orðið ófært til heimferðar. Hann verður því að snúa aftur til smábæjarins og gista þar um nóttina. Þegar hann vaknar þar næsta dag fattar hann að hann upplifir sama daginn aftur og aftur.... Er óhætt að fullyrða að hann lifi daginn oftar en góðu hófi gegni. Frábær mynd sem fellur vel allavega í minn kaldlynda húmor.

Hef alltaf haft gaman af GD. Bill Murray fer á kostum í hlutverki Phil Connors. Andie MacDowell og Chris Elliot eru einnig alveg frábær. Handritshöfundar standa sig vel og fara vel með þessa frábæru hugmynd. Harold Ramis er einn af mínum uppáhalds grínmyndaleikstjórum og leikstýrir hann hér að venju mjög vel. Groundhog Day er hugljúf, bráðskemmtileg og fyndin mynd sem hentar alltaf vel.

Ætla að horfa á hana í kvöld og hvet aðra til þess líka.


mbl.is Múrmeldýr spáir vorkomu í Pennsylvaníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband