Kemst fyrsti innflytjandinn á þing í vor?

Paul Nikolov Skv. könnun Gallups í vikunni er Paul F. Nikolov inni á þingi í Reykjavík norður. Það eru athyglisverð tíðindi, enda yrði Paul fyrsti innflytjandinn til að ná kjöri á Alþingi yrðu úrslit kosninganna eftir þessari skoðanakönnun. VG er með þrjá þingmenn inni í báðum Reykjavíkurkjördæmunum, eða samtals sex, skv. núverandi stöðu mála og er stærri en Samfylkingin í þeim báðum, enda mælist Samfylkingin heillum horfin með tvo þingmenn í báðum Reykjavíkurkjördæmunum, samtals fjóra.

Það yrði vissulega mjög athyglisvert og eiginlega stórtíðindi myndi Nikolov ná kjöri af hálfu VG í þessum kosningum. En á það verður að líta að þetta er aðeins ein könnun og enn 100 dagar til þingkosninga. En möguleikinn á kjöri hans virðist heldur betur vera til staðar og hann mælist altént inni nú, skv. útreikningum Gallups. Nikolov þótti ná góðum árangri í prófkjöri VG fyrir jólin og komst ofar en margir mjög virkir flokksmenn VG undanfarin ár og stimplaði sig inn á blað í starfi vinstri grænna.

Á sama tíma og VG mælist með fyrsta innflytjandann inni á þingi í sögu pólitískra mælinga, sem ég man allavega eftir, er merkilegt að VG er að hökta frá og til varðandi samstarf við Frjálslynda flokkinn. Steingrímur J. segir eitt í dag og annað á morgun um samstarf við frjálslynda. Ég hef ekki betur séð en að Frjálslyndir hafi markað sér pláss í innflytjendaumræðunni og ég veit ekki betur en að flokkurinn hafi klofnað mikið til vegna þess.

En það stefnir í spennandi kosningar. Ég hef fengið talsverð viðbrögð við nafnalistunum og gott að vita að fylgst er með því. Ég mátti til með að setja nöfn við stöðu mála nú og tek því niðurstöður Gallups sjálfs á skiptingu þingsæta og set nöfn við. Það er fjarri því svo að þetta sé reiknað af mér, enda tel ég betra að sú hlið mála tilheyri Gallup. Fjallað er um niðurstöður Gallups í þessari frétt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Stefán.

Takk fyrir áhugaverða pistla. Það er gaman að sjá samantektir þínar og pælingar út frá nýjustu skoðanakönnunum. Það væri algjörlega frábært að sjá fyrsta innflytjandann komast á Alþingi Íslendinga og stórtíðindi eins og þú segir. Ég vona einlæglega að það gangi eftir. En það er langt í kosningar og allt getur gerst, við fylgjumst spennt með...

Vona að veðri vel fyrir norðan!

Guðfríður Lilja (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 17:12

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæl Guðfríður Lilja

Þakka þér fyrir góð orð og það að lesa vefinn. Hef mjög gaman af þessum pælingum og áhugavert að setja nöfn við gráleitar tölur kannana. Kemur meira líf í þetta með því og pælingarnar verða enn meira lifandi og áhugaverðar. Verður allavega um nóg að spá og spekúlera á næstunni.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.2.2007 kl. 18:58

3 identicon

Já, Nikolov verður vonandi kjörinn á þing. Hann er fallegur maður með góða áru, tekur örugglega strætó og hefur vit á að versla í Bónus. Mæli með honum.

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 19:33

4 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Ætli Jón Magnússon og aðrir "Frjálslyndir" séu á sömu skoðun

Guðmundur H. Bragason, 4.2.2007 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband