Being a diva....

Kiri Te KanawaÞað tekur oft á að vera söngvíva er sagt... ekki síður að vera heimsþekktur söngvari. Kröfur stjarnanna á tónleikaferðum eru oft gígantískar. Frægt var þegar að Bob Dylan kom hér á tónleika árið 1990 hvernig að hann vildi hafa morgunverðinn og alla hluti. Allar kröfur og stjörnum prýddar óskir Dylans fylltu nokkrar blaðsíður fyrir tónleikahaldarana að upplifa. Hann er ekkert einsdæmi í þessum bransa með kröfur.

Verð að viðurkenna að ég hló mjög þegar að ég las þessa frétt hér að neðan um Kiri Te Kanawa. Hún hefur verið þekkt fyrir að vera mjög kröfurík um alla þætti staðanna þar sem hún kemur fram og ná þær óskir allt frá matnum sem hún borðar til aðbúnaðar á tónleikastað til herbergis sem hún gistir í. Það er stundum gott svosem að vera kröfuríkur en það vill oft vera kostulegt að vera stjarna.

Frænka mín ein er mikil aðdáandi Kiri Te Kenawa, á margar plötur með henni og dýrkar söng þessarar dívu. Er ekki viss um að hún vilji samt hitta hana. Og þó, ég veit ekki hvort að fröken Te Kanawa myndi heilla hana sem karakter jafnmikið og lögin hennar. Held að hún vilji frekar dýrka sína söngdívu en vita hvernig karakter hún sé.


mbl.is Aflýsti vegna nærfatnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband