Much ado about nothing....

Jo Ég hef aldrei botnað í breska raunveruleikaþættinum Big Brother og mun sennilega seint gera. Kostulegt sjónvarpsefni, hef annars aldrei fílað þessar gerðir þátta, nema kannski Amazing Race. Var að horfa áðan á kostulegt viðtal á Sky við konu að nafni Jo sem tók þátt í síðasta umgangi af þáttaröðinni. Það var mjög hádramatískt viðtal, mikið grátið og allur pakkinn.

Big Brother hefur gengið í einhver ár og bæði verið gerðar þáttaraðir með óþekktu fólki og þekktu. Í fyrra vakti mikla athygli að George Galloway, þingmaður Respect-sérframboðsins í Bethnal Green and Bow-hverfinu í London og fyrrum þingmaður Verkamannaflokksins, var þar og þótti gera sig að hálfgerðu erkiflóni þar sem hann lék kött og var í eldrauðum djöflabúningi með hala og alles. Alveg kostulegt. Kannski er hægt að gera svona þáttaröð hér heima og klæða Steingrím J. í svona múnderingu.

En þetta viðtal á Sky áðan var alveg kostulegt. Það sem fólk lifir sig inn í svona feik-drama.... Ég segi bara eins og meistari Shakespeare; Much ado about nothing....

mbl.is Þátttakendur í Stóra bróður enn niðurbrotnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður.

Kv.

Cactus

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband