Átök um Akureyrarstofu hjá meirihlutanum

Elín Margrét HallgrímsdóttirÁtök voru innan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í bæjarstjórn Akureyrar um hvort auglýsa ætti eftir framkvæmdastjóra Akureyrarstofu; menningar-, markaðs- og ferðamálaskrifstofu Akureyrarbæjar. Tókust Elín Margrét Hallgrímsdóttir, formaður Akureyrarstofu og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Helena Karlsdóttir, varaformaður Akureyrarstofu og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, á um hvora leiðina ætti að fara.

Gerði Elín Margrét kröfu um að staðan yrði auglýst. Um helgina var sáttafundur haldinn með bæjarfulltrúunum og leiðtogum meirihlutaflokkanna; Sigrúnu Björk Jakobsdóttur og Hermanni Jóni Tómassyni, og leitast við að leysa málið. Niðurstaða flokkanna varð sú að að Elín Margrét hafði sitt fram eftir nokkur átök milli flokkanna. Auglýst verður því eftir framkvæmdastjóra nýrrar Akureyrarstofu. Lýsi ég yfir ánægju minni með að sú varð reyndin. Það er algjörlega ólíðandi að mínu mati að ráðið sé í stöður á borð við þessa án auglýsingar.

Elín Margrét tók við formennsku í Akureyrarstofu þann 9. janúar sl. af Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, bæjarstjóra, en hún var fyrsti formaður stofunnar, sem stofnuð var eftir að menningarmálanefnd var lögð niður síðla síðasta árs. Í síðustu viku var haldinn kynningarfundur þar sem Sigrún Björk og nefndarmenn í Akureyrarstofu kynntu verkefnið og stöðu þess nú. Það var áhugaverður og gagnlegur fundur sem var fræðandi og athyglisverður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband