Skandall á skandal ofan í Byrginu

Byrgið Það hrannast sífellt upp beinagrindurnar í skápum Byrgisins. Þvílíkur skandall sem þar hefur viðgengist ár eftir ár. Það er nær ófyrirgefanlegt hverslags klúður þar hefur verið æ ofan í æ. Það hefði átt að vera búið að grípa í taumana fyrir einhverjum árum. Því verður vart neitað að um alvarlegt hneykslismál hefur verið að ræða.

Ekki aðeins er um að ræða fjárhagslegt hneykslismál heldur hefur þarna þrifist í skjóli ríkisstyrkja skelfilegt kynlífshneyksli. Bæði er mjög alvarlegt mál. Á því verður tekið væntanlega með þeim hætti sem fær er. Það verður fróðlegt að sjá kemur út úr málinu hjá ríkissaksóknara. Heldur verður að teljast líklegt að ákærur verði gefnar út og málið fái á sig þann blæ. Deilt er um hver beri hina pólitísku ábyrgð á klúðrinu þar. Öllum er ljóst að ábyrgðin er félagsmálaráðherra á árunum 2001-2006. Einfalt mál.

Vonandi læra menn eitthvað á þessum skandal. Það verður að taka á öllu verklagi hjá ríkinu, enda er þetta mál allt áfellisdómur þess. Vonandi munu þeir sem héldu á málefnum Byrgisins og þeir sem dældu þar peningum í afvötnunarstöð skandalanna fá að gjalda þess. Á þessu verður að taka með þeim eina hætti sem fær er.

Vonandi fær þetta allt þann endi að það verði lexía fyrir þá sem nærri hafa þessu stórfellda fjármála- og kynlífshneyksli komið með einum eða öðrum hætti.

mbl.is Segir barnsfæðingar af völdum kynferðismisnotkunar í Byrginu orðnar tíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Elsku  karlinn minn hverjir  eru  gerendur í málinu athugaðu  það. Findist þér sanngjarnt  að ef ég  keyrði  yfir  á rauðu  ljósi,  sem er reyndar mjög  alvarlegt brot. að samgönguráðherra bæri einhverja ábyrgð á því  og  hugsanlega  borga fyrir mig 50 þús  ... kallinn

Gylfi Björgvinsson, 7.2.2007 kl. 20:51

2 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Ef ég er akandi um á bíl á vegum samgönguráðherra, styrktur til aksturs og bensínkaupa af ráðuneytinu þar eð ég á að vera að sinna góðum og gegnum erindum, en geri hins vegar fátt annað en að brjóta umferðarlögin ítrekað og alvarlega - já, þá ber samgönguráðuneytið ábyrgð af því tómlæti þess veldur því að ég geng (eða ek) laus og er samfélaginu til hættu. Það er í besta falli barnaskapur að halda að félagsmálaráðuneytið, nefnd sama málefnaflokks og svo fjárlaganefnd beri hér enga ábyrgð. Handvömmin og sofandahátturinn er af slíkum toga að manni blöskrar. Þetta er skattpeningarnir okkar, #$%& hafi það!!

Svo dæmið sem téður Gylfi tekur í athugasemd hér að framan telst nú brotlent og brunnið.

Jón Agnar Ólason, 8.2.2007 kl. 01:26

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Stebbi.

Ríkistjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks er hér við völd og sú hin sama BER ábyrgð á því sem fram fer á vegum hins opinbera, flóknara er það ekki.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.2.2007 kl. 02:03

4 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Smá knús í umræðuna HÉR

Júlíus Garðar Júlíusson, 8.2.2007 kl. 09:47

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin. Vil þakka Jóni Agnari sérstaklega fyrir að skrifa gott komment sem ég hefði alveg eins getað skrifað sjálfur sem var við skrifum Gylfa. Tek undir það sem Jón Agnar skrifar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.2.2007 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband