Björgólfur Thor eignast ættaróðalið

Fríkirkjuvegur 11Björgólfur Thor Björgólfsson, athafnamaður, hefur nú keypt ættaróðal fjölskyldu sinnar, Thors-ættarinnar, hið veglega og glæsilega hús að Fríkirkjuvegi 11, sem er eitt af svipmestu húsunum í höfuðborginni. Langafi Björgólfs Thors, hinn landsþekkti athafnamaður, Thor Jensen, reisti húsið og var það glæsilegur vitnisburður um veldi Thors og ríkidæmi hans.

Það er að mínu mati gleðiefni að Björgólfur Thor kaupi húsið. Hann á tengingar til uppruna hússins og kemur engum að óvörum að hann vilji eignast það. Kaupverðið mun vera 600 milljónir króna, en það gæti hækkað um 200 milljónir króna, vegna óska kaupandans er lúta að framkvæmdum á lóð. Skv. ummælum Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs, var tilboð Björgólfs Thors það langbesta í húsið og því auðvitað hið eina rétta að taka því.

Fyrir stundu horfði ég á Ísland í dag þar sem Inga Lind Karlsdóttir ræddi við Guðmund Magnússon, sagnfræðing, þar sem þau löbbuðu um þetta merka hús og fóru yfir sögu þess í stuttu en góðu spjalli. Guðmundur þekkir betur en flestir sögu Thorsaranna en hann skrifaði eftirminnilega og mjög vandaða bók um sögu Thors-ættarinnar sem var áberandi í íslensku mannlífi í marga áratugi og er enn mjög áberandi auðvitað.

Eftir því sem fram hefur komið í dag mun Fríkirkjuvegi 11 verða breytt í safn til minningar um athafnamanninn Thor Jensen. Það er svo sannarlega viðeigandi hlutskipti fyrir húsið og rétt að fagna því sérstaklega að merku framlagi Thors í íslensku samfélagi verði minnst með þeim hætti. Það verður gaman að fara í Thors-safnið þegar að því kemur að það opni.


mbl.is Borgarráð samþykkti að taka tilboði Novators í Fríkirkjuveg 11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Björgólfur Thor má að meinalausu fara að greiða útsvar í Reykjavík, sem hefur fóstrað hann svo vel.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.2.2007 kl. 19:54

2 identicon

Frábærar fréttir !
Við hlökkum til að heimsækja þetta glæsilega hús, þegar búið verður að færa það í upprunalegt ásigkomulag.  Björgúlfi Thor er virkilega treystandi til að gera þetta glæsilega.  
Komand kynslóðir eiga sjálfsagt eftir að verða hissa þegar þær sjá hvað fátækur drengur frá Danmörku gat áorkað til að koma Íslandi áfram í lífsbaráttunni. 

Margrét Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 22:36

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir góð innlegg.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.2.2007 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband