Anna Nicole Smith látin - litríkri ćvi lýkur

Anna Nicole SmithLitríkri ćvi bandarísku leikkonunnar og fyrirsćtunnar Önnu Nicole Smith lauk mjög snögglega í hótelherbergi í Flórída síđdegis í dag. Reynt var árangurslaust ađ blása lífi í hana en án árangurs. Hún var formlega úrskurđuđ látin á sjúkrahúsi í Hollywood í Flórída. Hún var ađeins 39 ára gömul.

Anna Nicole Smith hefur veriđ áberandi á blöđum slúđurtímarita og í sjónvarpi međ einum eđa öđrum hćtti í einn og hálfan áratug. Anna, sem var skírđ Vicki Lynn Hogan, varđ fyrst frćg sem fyrirsćta í Playboy og nektardansmćr. Frćgar nektarmyndir af henni í Playboy mörkuđu frćgđ hennar og ţađ er óhćtt ađ fullyrđa ađ aldrei hafi rólegheit og lognmolla einkennt líf hennar.

Hún komst endanlega í frćgđarbćkurnar og varđ heimsfrćg er hún giftist olíuauđjöfrinum, J. Howard Marshall, fyrir ţrettán árum, áriđ 1994. Hjónabandiđ varđ fjölmiđlamatur um allan heim, enda var Marshall ţá orđin 89 ára en Smith var ađeins 26 ára gömul. Hjónabandiđ varđ skammlíft, enda lést Marshall áriđ 1995. Allt frá dauđa hans til snögglegs dauđa Önnu Nicole sjálfrar, nú tólf árum síđar, voru erfđamálin óleyst og hörđ átök á milli ekkjunnar og barna olíuauđjöfursins.

Málarekstur milli barna J. Howard Marshall og Önnu Nicole Smith telst hiklaust eitt mest áberandi mála í bandarísku slúđurumrćđu frćga fólksins. Anna Nicole gaf ekki eftir og flest stefndi í ađ hún hefđi fullnađarsigur. Sonur Marshalls lést nýlega og hún vann ţýđingarmikinn sigur í hćstarétti Bandaríkjanna fyrir tćpu ári. Dauđi Önnu Nicole Smith markar án nokkurs vafa enda ţessa litríka máls sem hefur veriđ fréttamatur vestan hafs í ţessi tólf ár á milli dauđa Marshalls og Önnu Nicole.

Anna Nicole Smith varđ fyrir ţungu persónulegu áfalli undir lok síđasta árs er elsta barn hennar, Daniel, lést á Bahamaeyjum, ţar sem hann var kominn til ađ hitta móđur sína, en hún eignađist stúlku ţar. Margar litríkar sögur hafa borist síđustu vikur um fađerni stelpunnar og var fyrirsjáanleg deila um ţađ hver ćtti stelpuna. Ofan á dauđa sonarins hefur ţví ekki veriđ nein sćla yfir Önnu Nicole.

Dauđi ţessarar litríku konu sem setti svip á bandarískt samfélag markar nokkuđ sorgleg lok á sviptingasamri ćvi. Ţađ er greinilegt á bandarískum slúđurvefsíđum og fréttavefum ađ dauđi hennar kemur mjög ađ óvörum. Ţetta er táknrćnn endir á ćvi konu sem lifđi á forsíđum fjölmiđla og dauđi hennar verđur áberandi á síđum blađa og sem fyrsta frétt á fréttastöđvunum.

Ćvi og örlög Önnu Nicole Smith er ađ segja má áberandi táknmynd ţess ađ frćgđin getur veriđ bitur og harkalega nístandi. Ţađ er ekki tekiđ út međ sćldinni ađ lifa sínu lífi í skugga slúđurblađa og sviđsljóss fjölmiđla.


mbl.is Anna Nicole Smith látin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Fannar Bjarkason

Hollywood, Florida? ... hvađ segir Arnold viđ ţví?

Atli Fannar Bjarkason, 8.2.2007 kl. 23:10

2 Smámynd: Stefán Friđrik Stefánsson

Jamm nákvćmlega hehe, fannst ţetta mest fyndiđ viđ ţessa sorglegu frétt ađ til vćri bćr međ nafninu Hollywood í Flórída. Alltaf heyrir mađur eitthvađ nýtt. :)

mbk.

Stefán Friđrik Stefánsson, 8.2.2007 kl. 23:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband