Röskva sigrar Vöku með 20 atkvæða mun

Háskóli Íslands Röskva sigraði Vöku með 20 atkvæða mun í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands og hlaut hreinan meirihluta í ráðinu. Röskva hlaut 1635 atkvæði og fimm sæti en Vaka hlaut 1615 atkvæði og fjögur sæti. Röskva og Vaka hlutu bæði fjóra menn í kosningunum fyrir ári en Háskólalistinn hlaut einn mann. Var samstarf milli Röskvu og Vöku þetta ár. H-listinn missir nú sinn mann til Röskvu.

Þetta eru nokkuð athyglisverð úrslit. Röskva hafði hreinan meirihluta í Stúdentaráði samfleytt í 12 ár, 1990-2002, en Vaka hafði hreinan meirihluta árin 2002-2005. Hreinn meirihluti Vöku féll í kosningunum í febrúar 2005 en Vaka hefur verið í samstarfi um meirihluta eða forystu í ráðinu síðustu tvö árin. Það er því vinstrisigur í Háskólanum að þessu sinni, í fyrsta skipti í fimm ár.

Úrslitin sýna vel að tvær jafnstórar fylkingar eru í háskólapólitíkinni og munar aðeins sjónarmun á hvor sigrar. Það vekur athygli hversu dræma kosningu H-listinn fær nú. En já, það verður fróðlegt að sjá til verka Röskvu í forystu háskólastjórnmálanna næsta árið.

mbl.is Röskva hlaut flest atkvæði í kosningum til Stúdentaráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svolítil vitleysa hér. Vaka var aðeins með meirihluta í tvö ár eftir 11 ára setu Röskvu, þau unnu 2003 og 2004. Það var síðan 2005 sem Röskva vann mann af Vöku. Þá varð oddastaða í ráðinu sem hélst í tvö ár. Annað árið átti Hlistinn formann og hitt árið var samstarf Röskvu og Vöku.

Vigdís (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 08:17

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það kemur fram í skrifunum að hreinn meirihluti Vöku hafi fallið í febrúar 2005, svo að ég veit ekki hvað er rangt í þessu. Vaka vann sigur í háskólakosningum í febrúar 2002 og vann endurkjör tvisvar. Vaka var því með meirihluta í þrjú ár; 2002-2005.

Hér eru fréttir um þessa þrjá kosningasigra;

Stúdentafélagið Vaka vinnur sinn fyrsta sigur í 12 ár (2002)
Vaka heldur meirihlutanum í stúdentaráði HÍ (2003)
Vaka sigraði í kosningum í HÍ (2004)

Stefán Friðrik Stefánsson, 9.2.2007 kl. 08:48

3 identicon

Cactus telur báðar fylkingar sausjalískar.

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 12:11

4 Smámynd: Svansson

Athugasemd: Röskva var með meirihluta frá 1991 en ekki 1990. 1990 vann hún kosningarnar en fulltrúar vöku frá sigri síðasta árs voru enn í ráðinu og fylkingarnar með jafnmarga fulltrúa. Við tóku flóknar viðræður og einhvers konar samstarf. 

Sjálfur var ég í stjórn 2001-2002 og í 15. sæti á listanum sem marði þetta 2002. 

Vaka hefur frá 2002 verið afgerandi stærsta fylkingin þar til nú og aldrei í stjórnarandstöðu.  Það má ss. orða það sem svo að Röskva hafi "unnið mann af Vöku" 2005, en Vaka var nú samt með 47% atkvæða en Röskva ef ég man rétt með undir 40%.

Í fyrra var Vaka síðan með 49.5 % en náði ekki 5-3-1 stöðu þrátt fyrir betri kosningar en til dæmis 2003 og 2004 þar sem Röskva hafði bætt við sig á kostnað Háskólalistans.

Þetta er verulegur viðsnúningur sem þarna er að verða í Stúdentaráði, því Vaka hafði yfirburðastöðu í kosningum þó fylkingarnar hefðu jafnmarga - enda hefur maður á tilfinninguni að Röskvufólki hafi komið þetta virkilega á óvart.  

Svansson, 9.2.2007 kl. 12:20

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir gott innlegg í umræðuna Svansson.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.2.2007 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband