Andlát sveipað dulúð - baráttan um ríkidæmið

Anna Nicole Smith Andlát Önnu Nicole Smith er enn sveipað dulúð - ekki hefur enn tekist að finna formlega dánarorsök hennar og spurningar hrannast upp um lokapunkta ævi hennar og dauðsfallið sem er aðalumfjöllunarefnið vestan hafs þessa dagana og er meira að segja að því er virðist meira í fréttum en yfirvofandi framboðstilkynning Barack Obama til embættis forseta Bandaríkjanna í dag.

Það tók nokkrar vikur að fá skorið úr dánarorsök Daniel Smith, sonar Önnu Nicole, þegar að hann lést fyrir fimm mánuðum og sama dulúðin er í kringum lát hennar sjálfrar. Með réttarkrufningu í Flórída í gær tókst þó að loka á þann möguleika að dánarorsök sem flestir bjuggust við merkilegt nokk; ofnotkun ólöglegra lyfja og það voru engar töflur í maga stjörnunnar. Það verður því að leita í aðrar áttir en þá sem talin var líklegust til að loka á dulúð þessa máls...... og það tekur eflaust einhverjar vikur.

Nú mun mikill fókus alls þessa máls falla á það hver hafi verið faðir hinnar fimm mánuðu dóttur Önnu Nicole Smith. Sá sem er faðir hennar mun nefnilega fá mikil áhrif og í raun full yfirráð yfir frægu erfðamáli Önnu Nicole gegn börnum olíuauðjöfurins J. Howard Marshall. Þar sem stelpan er aðeins fimm mánaða verður hún undir yfirráðum föðurins í yfir heil sautján ár. Um mikla peninga er að telja og varla við öðru að búast en að faðerninu fylgi mikil völd í öllum málarekstrinum, sem hefur þegar tekið tæp tólf ár og náði Anna Nicole aldrei fullnaðarsigri í málinu, sem er þegar orðið eitt hið mest áberandi síðustu áratugina.

Þrír menn segjast vera faðir stelpunnar og ljóst að brátt fæst úr þessu skorið með læknisfræðilegri tækni. Ekki er hægt að segja annað en að málið líkist nokkuð dauða Christinu Onassis, einkadóttur skipakóngsins Aristotle Onassis, sem lést langt fyrir aldur fram árið 1988, aðeins 38 ára gömul. Christina lét aðeins eftir sig eina dóttur, Athinu. Hún erfði allt eftir móður sína og meginhluta þess sem eftir stóð af Onassis-ættarveldinu, sem afi hennar lét eftir sig er hann lést árið 1975.

Vandinn var hinsvegar sá að Athina var aðeins þriggja ára gömul. Faðir hennar, Thierry Roussel, sem hafði skilið við Christinu fyrr sama árið og hún dó, hafði því full yfirráð yfir málefnum erfðaríkis Christinu og málefnum dóttur þeirra. Það stóð í rúm fjórtán ár. Enn í dag hefur Athina, sem vill lítið vita af föður sínum í dag ekki fengið öll yfirráð yfir Onassis-arfleifðinni og standa meira að segja málaferli um að hún fái full yfirráð þó að hún hafi skv. erfðaskrá átt að erfa móður sína að öllu leyti og endanlega er hún varð 21 árs á síðasta ári.

Nei, það er ekki tekið út með sældinni að vera frægur...... er það ekki lexían af þessu öllu? Held það....

mbl.is Önnu Nicole ekki allstaðar hlýlega minnst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Mjög sammála þessu mati, það er með ólíkindum hversu mjög napra umfjöllun hún fer og hversu lítið hún er virt, það er eins og hún hafi skandalíserað stórt en ekki dáið. Þetta er mjög óvægin umfjöllun í pressunni og mjög opin og ákveðin. Lítið um einlægni, svo mikið er víst.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.2.2007 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband