Geir kjörinn formaður KSÍ með yfirburðum

Geir Þorsteinsson Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, var í dag kjörinn eftirmaður Eggerts Magnússonar á formannsstóli Knattspyrnusambands Íslands með yfirburðum. Hlaut Geir yfir 70% atkvæða í kosningunni þar sem hann keppti við Jafet Ólafsson og Höllu Gunnarsdóttur. Sérstaklega vekur athygli mína hversu lítinn stuðning Halla hefur meðal þingfulltrúa, en þó var vel ljóst að hún hafði mikinn stuðning úti í samfélaginu.

Geir hafði lengi unnið hjá KSÍ og hafði mikinn stuðning stórra og öflugra knattspyrnufélaga og því öllum ljóst er haldið var inn í þingið að staða hans væri sterk en þó var ég að vona að það yrði meiri spenna í þessu og allavega færi fram önnur umferð. En þetta er víst svona og fer eftir bókinni ef svo má segja. Það er greinilegt að Eggert Magnússon hefur mikil ítök þarna inni og vilji hans nær algjör lög, ef svo má að orði komast.

Eggert Magnússon lætur nú af formennsku í KSÍ, en hann hefur leitt starf þess í átján ár, eða allt frá árinu 1989, en Eggert tók þá við formennsku af Ellert B. Schram, fyrrum alþingismanni, sem tveim árum síðar varð forseti Íþróttasambands Íslands, en hann gegndi þeirri stöðu í 15 ár. Eggert var á þingi KSÍ í dag kjörinn heiðursforseti sambandsins.

mbl.is Geir Þorsteinsson kjörinn formaður KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

Ég held að þessi ummæl þin séu byggð á óskhyggju frekar en staðreyndum. Kosningin í dag var í höndum félaganna í landinu og þau eiga alltaf síðasta orðið enda eru þau að kjósa um eigin hagsmuni en ekki óskhyggju fólksins á veraldarvefnum. Auðvitað geta menn alltaf haft skoðanir og ég reikna með að skrif þín séu byggð á skoðun en ekki reynslu nema að þú hafir verið á ársþinginu í dag.

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 10.2.2007 kl. 20:14

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég efast ekkert um að félögin hafi tekið afstöðu. Þeirra var valið og valið er skýrt. Það vekur þó athygli hvernig félögin gáfu upp afstöðu sína löngu fyrir kjörið. En ég efaðist aldrei um að staða Geirs væri sterk, hann hefur verið lengi framkvæmdastjóri þarna og áberandi í öllu starfi KSÍ og nýtur þess umfram allt annað eins og ég segi í greininni.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.2.2007 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband