Akureyrarbær fagnar hugmyndum um Norðurveg

Sigrún Björk Jakobsdóttir Á fundi bæjarráðs Akureyrarbæjar undir lok vikunnar var samþykkt bókun þar sem fagnað er hugmyndum sem kynntar voru nýlega um Norðurveg, vegaframkvæmd um Kjöl, sem myndi stytta leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur um tæpa 50 kílómetra og á milli Akureyrar og Selfoss styttist leiðin um 141 kílómetra. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, lagði fram bókunina, sem hljóðar svo:

Bæjarráð Akureyrar fagnar hugmyndum sem kynntar voru í vikunni um Norðurveg. Framkvæmdin sem slík styttir vegalengdir milli tveggja stærstu og fjölmennustu svæða landsins frá 50-150 km. eftir því við hvaða staði er miðað. Þessi stytting á leiðinni þýðir mun minni olíueyðslu, minni mengun og þar með minna útstreymi gróðurhúsalofttegunda.

Þar sem að Kjalvegur er hugsaður sem verkefni í einkaframkvæmd mun það ekki hafa áhrif á röð annarra brýnna framkvæmda í samgöngumálum. Ef af verður er áríðandi að endurbygging á veginum um Kjöl verði framkvæmd með þeim hætti að raski verði haldið í algjöru lágmarki og að við hönnun vegarins verði umhverfisvernd höfð að leiðarljósi.

Það er ekki annað hægt en að fagna þessari bókun bæjarráðs. Þetta líst mér vel á.

mbl.is Bæjarráð Akureyrar fagnar hugmyndum um Norðurveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Veistu til hvort Akureyrarbær og fylgismenn vegaframkvæmda um Kjöl hafa eitthvað spáð í hávaðamengun sem kann að fylgja aukinni umferð um hálendið, sérstaklega umferð flutningabíla? 

Páll Jakob Líndal, 11.2.2007 kl. 00:36

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið.

Ég þekki það ekki nógu vel, en sjálfsagt verða allar hliðar mengunar eða umhverfislegra þátta teknir inn í dæmið er á hólminn kemur. Það er allavega ljóst að í þessari bókun er Akureyrarbær að tala máli umhverfisverndar og allar hliðar hennar verði í heiðri hafðar. Það er mikilvægt að taka líflega og góða umræðu um þetta, það eru skiptar skoðanir, svo sem vitað var, t.d. hefur Mogginn ítrekað frægar skoðanir ritstjórans gegn hálendisvegum og fleiri hafa skrifað og talað. Þetta verður líflegt mál.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.2.2007 kl. 10:10

3 identicon

Ég held að Akureyrarbær ætti að hætta að urða sorp á Glerárdal áður en hann vill stuðla að umhverfisvernd á hálendinu með því að leggja til veg um það endilangt. Auk þess verða Vinstri grænir og Samfó í næstu ríkisstjórn og hún kemur ekki til með að leyfa þennan óskunda.

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 11:00

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Samfylkingin er nú í meirihluta bæjarstjórnar Akureyrarbæjar hafi það farið framhjá einhverjum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.2.2007 kl. 11:03

5 identicon

Og Vinstri grænir eru í meirihluta bæjarstjórnarinnar í Mosó en þar er uppi á teningnum Vinstri grænir, hægri snú! Þær eru víða hækjurnar Íhaldsins en það er ekki þar með sagt að leggja þurfi gagnvegi á milli þeirra yfir hálendið.

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 12:53

6 identicon

Er einhver sanngirni í því að við sem hingað til höfum farið um Kjalveg til að skoða lumhverfið þar, Hveravelli og Þjófadali, þurfum nú að borga fyrir að komast þangað?

Ari Jóhann Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband