Vinstrisveifla í skoðanakönnun - Framsókn hrynur

Forsíða FréttablaðsinsSkv. skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag fengju Samfylkingin og VG þingmeirihluta, eða 33 þingsæti, og Framsóknarflokkurinn bókstaflega hrynur og mælist aðeins með tvö þingsæti, bæði á landsbyggðinni. Framsókn mælist með lægsta fylgi sitt í sögu kannana Fréttablaðsins nú og virðist stefna í sögulegt afhroð flokksins gangi hún eftir. Þetta er minnsta fylgi sem Framsóknarflokkurinn hefur nokkru sinni hlotið í skoðanakönnun.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist yfir kjörfylginu árið 2003 en hefur lækkað milli kannana. Samfylkingin bætir við sig nokkru fylgi en mælist enn undir kjörfylginu í alþingiskosningunum 2003, mælist nú með 18 þingsæti í stað 20 í síðustu kosningum. VG mælist með 15 þingsæti en fékk 5 í kosningunum fyrir fjórum árum og virðist vera að stórauka því fylgi sitt. Það mælist í öllum könnunum þessar vikurnar. Þessi könnun er sérstaklega athyglisverð í ljósi þess að þessir tveir flokkar mælast með þingmeirihluta. Frjálslyndir dala nokkuð frá síðustu könnun blaðsins og mælast með fjóra þingmenn.

Könnunin var gerð í gær. Hækkandi fylgi Samfylkingarinnar kemur á þeim tíma þar sem fylgi flokksins hefur verið í frjálsu falli, en nýlega fékk flokkurinn vonda mælingu hjá Gallup og Blaðinu og síðasta Fréttablaðskönnun var flokknum vond. Ef marka má hinsvegar þessa könnun er vinstrisveifla í stöðunni en Sjálfstæðisflokkurinn er yfir kjörfylginu. Stóru tíðindin er það sem mætti kalla frjálst fall Framsóknarflokksins, allnokkur tíðindi og í raun ótrúleg staða fyrir flokk sem nýlega hefur skipt um formann en vissulega verið í ríkisstjórn í tólf ár.

Aðeins eru nokkrir dagar milli kannana Fréttablaðsins og Blaðsins. Úrtakið er svipað og svarhlutfallið er í báðum þeirra lágt. Aðeins tæp 55% tóku afstöðu til spurningarinnar um flokkana og því ljóst að margir gefa sig ekki upp. En það er allnokkur munur á mælingunni svo vægt sé til orða tekið. Enn eru tvær og hálf vika í könnun frá Gallup, en þá verður fróðlegt að sjá stöðuna, bæði eftir klofning Frjálslyndra og ekki síður nýlegar tilraunir forystu Samfylkingarinnar til að vera trúverðug.

Það stefnir svo sannarlega í spennandi þingkosningar - það eru 90 dagar í kjördag og fjörið er að hefjast á fullu. Erfitt er að spá um hvernig fer og hátt hlutfall óákveðinna sýnir það vel hversu mikil pólitísk gerjun er þessa dagana. Þetta verða líflegar og áhugaverðar kosningar, svo mikið er víst.


mbl.is Fylgi Samfylkingar eykst á ný en fylgi Framsóknarflokks í lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Ég tel að sú ákvörðun Framtíðarlandsins að bjóða ekki fram hjálpi Samfylkingunni. Ég veit um marga hægri sinnaða umhverfissinnaða sem eru enn óákveðnir. Á undan förnum dögum tel ég að Samfylkingin hafi orðið trúverðugari í umhverfismálum og einnig kynnt flokkurinn metnaðarfullastefnu um nýsköpun í atvinnulífinu. Hvað heldur þú? heldur að umhverfismál verði kostningamál í vetur? 

Reyndar sýnist mér að þrátt fyrir þessar breytingar á milli kannanna þá séu þær í innan skekkjumarka hvor annara. Óákveðnafylkið er svo mikið. Þó ég sé ekki sérfræðingur í skoðankönnunum þá man ég ekki eftir svona miklu óákveðnu fylki svona stutt fyrir kostningar.. Væri forvitnilegt að spyrja Einar Mar eða Óla Harðar að því..  Kostningarnar eiga eftir að vera gríðarlegar harðar og óvægnar.. 

Ingi Björn Sigurðsson, 11.2.2007 kl. 09:59

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Tek undir það að ákvörðun Framtíðarlandsins að fara ekki fram hjálpar vinstriflokkunum báðum. Tel þó flest benda til að fram muni koma hægri grænt framboð, það er mín tilfinning að svo muni fara.

Ég tel að mjúk mál verði kosningamál; semsagt heilbrigðis- og velferðarmál í bland við umhverfismál auk skattamála og tengds tals. Sjávarútvegsmálin voru lykilmál árið 2003. Nú verða þau hliðarmál, vægast sagt.

Það er mikil gerjun í gangi, erfitt að spá í hvernig fer. Ég tel að við séum að stefna í tvísýnustu og jöfnustu kosningar frá árinu 1987, þar sem staða mála hróflaðist allverulega til. Gerjunin minnir mig á 1987 allavega þar sem margt sögulegt gerðist og frægar fylkingar sem verið höfðu til staðar breyttust með nýjum framboðum og vendingum.

Það verður allavega mikið líf og fjör næstu 90 dagana.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.2.2007 kl. 10:07

3 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Það er ánægjulegt fyrir okkur jafnaðarmenn að fá loksins könnun sem sýnir eitthvað uppá við. En eins og áður eru ekki mörg svör á bakvið þessa könnun og því vikmörk mikli. Engu að síður væri þessi útkoma á kjördag sú ánægjulegasta af þeim könnunum sem ég hef séð lengi. Við jafnaðarmenn höldum okkar striki og vonum að við náum að auka fylgi okkar.

 ATH stebbi að mikið af óákveðnum, gefur vísbendingu um að Samfylkingin og Framsókn eigi mikið inni, enda um miðjuflokka að ræða.

Eggert Hjelm Herbertsson, 11.2.2007 kl. 10:34

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

SJ: Sjálfstæðisflokkurinn er enn að mælast yfir kjörfylginu þrátt fyrir sextán ára samfellda stjórnarsetu. Þetta er sterk staða miðað við allt og flokkurinn hefur verið lítið áberandi síðustu vikurnar þannig séð og menn að undirbúa baráttuna bakvið tjöldin og ekkert komið frá flokknum. Eftir þetta langa stjórnarsetu getur maður varla annað en verið ánægður. Annars hefur staðan rokkað mikið. Það er hinsvegar greinilegt að Framsóknarflokkurinn á í gríðarlegum erfiðleikum sem virðast aðeins halda áfram að versna.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.2.2007 kl. 10:34

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Eggert: Já, það stefnir í spennandi kosningar. Ég hef haft það á tilfinningunni lengi að ríkisstjórnin myndi falla í vor og spáði því fyrir jólin og held fast við þá spá og minna fylgi Framsóknar verði meginástæða þess. Það er líka ljóst og hefur verið lengi að kosningarnar verði mjög spennandi. Það hefur margt breyst síðan síðast; Davíð og Halldór eru báðir hættir og það mun reyna mjög á Geir og Jón sem í fyrsta skipti leiða baráttu flokka sinna. Það verður mikið kastljós á Geir sem hefur sess og stöðu að verja, það er alveg ljóst.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.2.2007 kl. 10:37

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þú mátt ekki gleyma því Steingrímur að ég fór í viðtal á Stöð 2 og varaði þar mjög við áhrifum framboðs Árna Johnsen og talaði hreint út, meira áberandi en margir aðrir. Ég tel að innkoma hans sé að kosta okkur fylgi á höfuðborgarsvæðinu og stend við fullyrðingar mínar. Skoðun mín á því öllu er vel ljós. Staða Sjálfstæðisflokksins mun ráðast af mörgu, fyrst og fremst forystu formanns flokksins sem aldrei hefur leitt hann fyrr. Kastljósið verður mjög á frammistöðu hans. Ég spái spennandi kosningum og mikilli gerjun. Sama stjórn hefur setið í tólf ár og ég hef fyrir löngu spáð breytingum. Við sjáum það á áberandi falli Framsóknar sem á í miklum erfiðleikum. Það er mjög erfitt að spá í stöðuna nú, margir eru óákveðnir. Ég tel að við séum að keyra inn í hörðustu og óvægnustu kosningabaráttu mjög lengi, jafnvel til þessa.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.2.2007 kl. 10:46

7 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það sem þó má lesa út úr öllum þessum könnunum, er það að sístækkandi hluti þjóðarinnar vill snúa frá þeirri stjórnarstefnu sem hér hefur verið rekin undanfarin kjörtímabil. Ef Samfylkingunni tækist að gera sig ögn trúverðugri færi talsvert fylgi frá Sjálfstæðisflokknum yfir til hennar.  Þar á bæ er fullt af óánægðu fólki sem þó, eins og málin standa í dag, telur illskásta kostinn að láta atkvæðið sitt lenda þar.

Þórir Kjartansson, 11.2.2007 kl. 10:49

8 identicon

Við skulum nú vona að sá möguleika að vg og sf geti myndað hér tveggja flokka stjórn komi ekki upp úr kjörkössunum.

Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 10:56

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, það skulum við svo sannarlega vona Óðinn. Ég tel engar líkur á að þessi tvö öfl nái 32 þingsætum ef ég á að vera alveg hreinskilinn.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.2.2007 kl. 11:02

10 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Þetta er vissulega ánægjuleg niðurstaða í þessari könnun, óskandi væri að hún kæmi upp úr kjörkössunum.  Bendi líka á nýja skoðanakönnun Mannlífs sem kom nú í vikunni, sjá bloggfærslu mína.

Árni Þór Sigurðsson, 11.2.2007 kl. 11:03

11 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Reyndar eigum við eftir að sjá útspil framsóknarflokksins. Hvaða ímyndmyndar sérfræðingarnir eiga eftir að koma með og hvaða stórkostlegu kostningaloforð þeir eiga eftir að koma með. Ég spá því að XB verði með dýrustu kostningaherferð frá upp hafi.

Einnig mega frjálslyndir eiga það að þeir eru bestu PR flokkur, veit reyndar ekki hvort þeir gera það viljandi eða ekki. Þeir eru búinir að stela kostningunum 2003 og kostningunum til borgarstjórnar með flugvallarmálinu.

Ég spá því jafnframt að það  koma fram hægri grænt framboð. Það á bæði eftir að taka atkvæði frá Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvernig til tekst við myndun hans og hverjir verða í framboði.

Einnig verður Landsfundur XD alveg ótrúlega forvitnilegur, hvað gerir Björns armurinn (ef það er ekki búið að ganga af honum dauðum). Hverjar verða áherslur flokksins, persónlega þá veit ég hvað flokkurinn stendur fyrir með Geir í fararbrotti . Hverjar verða áherslur flokksins í umhverfismálum, það er alveg ljóst að þeir verða að hysja uppum sig brækurnar í þeim málum.  Allvegana koma fram með stefnu. 

Ingi Björn Sigurðsson, 11.2.2007 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband