Hvítþvegið einræðislýðræði í Túrkmenistan

Túrkmenabashi Eftirmaður einræðisherrans Saparamurat Niyazov á forsetastóli í Túrkmenistan var kjörinn í dag. Úrslit liggja fyrir á miðvikudag. Niyazov sem ríkti í landinu í yfir tvo áratugi lést skömmu fyrir jól en hann neyddi þjóðina til að kalla sig Túrkmenabashi (föður allra Túrkmena) en hann var forseti til lífstíðar þar og þar hafði verið fullt einræði frá endalokum Sovétríkjanna. Í ljósi þess að þetta er einræðisríki kemur varla að óvörum að æðstaráð kommúnistaflokksins þar hafi fyrirskipað hverjir máttu gefa kost á sér í forsetakjöri í dag.

Æðstaráðið valdi formlega sex frambjóðendur, sem allir koma auðvitað úr sama flokknum og eru því fylgisveinar Túrkmenabashi um að ræða. Forsetakjör hefur ekki farið fram síðan á fyrstu valdaaárum Turkmenabashi og þá var hann einn í kjöri - flokkurinn valdi forsetaefni og þjóðin hafði ekki annað val. Athyglisvert var að formaður kjörstjórnar er áberandi fylgismaður Gurbanguly Berdymukhamedov (mjög erfitt nafn í framburði), starfandi forseta, sem er einn frambjóðenda og líklegast er að hann muni verða næsti forseti.

Athyglisvert var annars í þessum kosningum að nú var frambjóðendunum sérstaklega leyft að hitta kjósendur og kynna stefnumál sín i fjölmiðlum, en það var ekkert áður sem heimilaði í lögum landsins eðlilega kosningabaráttu með kynningu á frambjóðendum með almennum hætti og það var auðvitað ekki, enda hefur ekki farið fram forsetakjör í landinu í tæpa tvo áratugi þar sem forsetinn var sjálfskipaður einræðisherra.

Niyazov ríkti í Túrkmenistan frá árinu 1985, á meðan það tilheyrði enn gömlu Sovétríkjunum. Persónudýrkun hans í nafni kommúnismans varð svo yfirþyrmandi að hann var ekki aðeins dýrkaður sem Guð væri þar og nefndur faðir allra landsmanna heldur var landið allt veggfóðrað af myndum af honum og hann var dýrkaður sem trúarleg fígúra væri.

Segja má að persónuleg dýrkun á einum dauðlegum manni hafi sjaldan verið meiri en einmitt í Túrkmenistan valdatíðar Túrkmenabasha. Það verður fróðlegt að sjá hver tekur við völdunum í svona kúguðu einræðisríki kommúnisma við þessar aðstæður sem nú eru.

mbl.is Mikil kjörsókn í forsetakosningum í Túrkmenistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband