Ótti um stórslys - 112 dagurinn haldinn hátíðlegur

112 dagurinnÉg hélt svei mér þá að það hefði orðið stórslys hér á Akureyri í hádeginu í dag þegar að sjúkrabílar, slökkviliðsbílar og bílar björgunarsveitanna keyrðu allar hér niður Þórunnarstrætið með sírenur gjallandi á fullu gasi. Þetta var allavega ekki sérstaklega ánægjulegt áheyrnar að heyra sírenuvælið og sjá allan þennan viðbúnað. Þetta er allavega ekki algeng sjón að sjá hér og ég hélt í svipinn að mjög alvarlegt slys hefði orðið.

Svo var þó sem betur fer ekki. Ekki leið á löngu þar til ég áttaði mig á að 112 dagurinn var í dag og þetta hefði því verið svokölluð 112 lest sem fór niður Þórunnarstrætið, en í henni voru fyrrnefndir bílar. Það er þarft og gott verkefni að minna vel á neyðarlínuna á þessum táknræna degi sem minnir á símanúmerið, 112, og það góða starf sem unnið er þar.

Að þessu sinni var dagurinn helgaður margvíslegum störfum sjálfboðaliða að forvörnum, leit og björgun, almannavörnum og neyðaraðstoð, sem er mjög verðugt að minnast á degi sem þessum. En ég man allavega framvegis eftir 112 lestinni, svo að hún komi mér ekki svona að óvörum.


mbl.is 112 dagurinn helgaður störfum sjálfboðaliða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband