Sterk staða Geirs - Ingibjörg Sólrún óvinsæl

Geir H. Haarde Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er sá stjórnmálamaður sem flestir landsmenn treysta best, skv. nýrri könnun Fréttablaðsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, er hinsvegar sá stjórnmálamaður sem þjóðin treystir síst. Næstir á eftir Geir í vinsældum komu Steingrímur J. Sigfússon, Ingibjörg Sólrún, Össur Skarphéðinsson, Guðjón Arnar Kristjánsson og Jón Sigurðsson.

Á eftir Ingibjörgu Sólrúnu með minnst traust koma Geir H. Haarde, Björn Bjarnason, Valgerður Sverrisdóttir og Guðjón Arnar Kristjánsson. Þetta eru athyglisverðar niðurstöður. Þær sýna sterka stöðu forsætisráðherrans en greinilega veikari stöðu formanns stærsta stjórnarandstöðuflokksins. Það er merkilegt að sjá að sá einstaklingur sem leiðir flokk sem hefur verið lengi í stjórnarandstöðu og sækist eftir völdum sé að mælast með minnst traust landsmanna. Það getur varla verið gleðiefni fyrir Samfylkinguna.

Það sem er greinilegt í þessu er að Steingrímur J. Sigfússon er minnst umdeildur leiðtoganna til vinstri, er bæði vinsælli en Ingibjörg Sólrún og mun minna óvinsæll. Geir hefur verið ráðherra í áratug og leitt stærsta flokk landsins, stjórnarflokk í sextán ár, svo að staða hans hlýtur að teljast góð. Verulega athygli vekur að nýr formaður Framsóknarflokksins virðist ekki höfða vel til landsmanna, kannski ágæt hliðardæmi þess að Framsókn er sýnd í sama úrtaki í sögulegri fylgislægð.

Það stefnir í spennandi þingkosningar - þar mun reyna mikið á stjórnmálamennina og hversu mjög einmitt landsmenn treysta þeim. Er á hólminn kemur ráðast kosningarnar mikið á frammistöðu þeirra sem leiða flokkana, þeirra sem mest eru í sviðsljósinu.

mbl.is Flestir treysta Geir af stjórnmálaleiðtogunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Stefán Friðrik

Hvað telur þú að VG vilji? ISG eða okkar farsæla formann GHH?

Róbert Trausti Árnason (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 13:51

2 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Einnig er athyglivert, ef við lítum á fylgiskönnun Fréttablaðsins, að aðeins 12% treysta Ingibjörgu en 28% segjast ætla að kjósa flokkinn. Getur verið að kjósendur flokksins treysti þingflokknum betur en formanninum? Sem er algerlega á skjön við það sem  formaðurinn sagði í sinni frægu Keflavíkurræðu.

Guðmundur H. Bragason, 12.2.2007 kl. 14:08

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin Róbert Trausti og Guðmundur. Fínar pælingar. Er viss um það, Róbert Trausti, að VG vilji frekar fara í tveggja flokka stjórn með okkur en þriggja flokka stjórn til vinstri, mín tilfinning. Hvað varðar Keflavíkurræðuna, Guðmundur, sýnist mér að ISG hafi þar vanmetið þingflokkinn en ofmetið sig í leiðinni.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.2.2007 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband