Vonbrigði að flugvöllur verði ekki lengdur á árinu

Akureyrarflugvöllur Það eru nokkur vonbrigði fyrir okkur hér að fyrst sé gert ráð fyrir sérstakri fjáröflun vegna lengingar flugbrautarinnar á Akureyrarflugvelli um 460 metra til suðurs á næsta og þarnæsta ári. Helst hefði þurft að fara í verkefnið á þessu ári, enda er þetta fyrir löngu orðið þarft verkefni og hefði í raun átt að vera byrjað á því fyrr hefði til þess verið vilji og dugur í þeim sem ráða för með samgöngumálin.

Ég fer ekki leynt með það að ég hef orðið fyrir talsverðum vonbrigðum með það hversu mjög Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, hefur dregið lappirnar í þessum efnum, svo mjög að okkur flokksfélögum hans hér á svæðinu er orðið nóg um. Óþarfa töf á lengingu flugvallarins hefur þegar kostað það að vetrarflugi milli Akureyrar og  Kaupmannahafnar var hætt fyrir jólin, enda stenst aðstaðan ekki orðið grunnmarkmið varðandi þjónustu að vetri.

Það er vissulega mikilvægt að það sjáist að ráðamönnum er alvara með tali sínu um lengingu vallarins. Um hana hefur verið talað árum saman, en málið varla hreyfst spönn frá túngarði. Það hefur verið talað um lengingu Akureyrarflugvallar um þónokkuð skeið, en ekkert gerst í þeim efnum og greinilegt á áætlunum að biðinni er ekki lokið þó við sjáum nú glitta í fjármagn fyrir þessu löngu þarfa verkefni. Akureyrarflugvöllur er mikilvæg samgöngumiðstöð hér og það þarf að búa henni þann sess sem mikilvægt telst.

Efndum á mjög fögrum loforðum hefur verið beðið eftir í árafjöld frá Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra. Það verður seint sagt að við Norðlendingar séum hoppandi sælir með sniglagang verklags í samgönguráðuneytinu undanfarin ár. Það er þó gott að vita að þessi ráðherra sé þess megnugur að standa við stóru orðin og koma þessu máli úr umræðugírnum og á vegferð framkvæmda. Þó þarf enn að bíða... sem afleitt telst.

mbl.is Akureyrarflugvöllur lengdur árið 2008 og 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir gott komment Kristinn. Líst vel á þessar pælingar og er sammála þeim.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.2.2007 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband