Þrír mánuðir til alþingiskosninga

Alþingi Þrír mánuðir eru til alþingiskosninga. Það stefnir í mest spennandi kosningabaráttu í áraraðir - könnunum ber ekki saman og óvissa uppi um stöðu mála. Mikil gerjun virðist vera í pólitíkinni. Óvissa er uppi um hvort fleiri framboð bætist við þá fimm flokka sem nú eiga sæti á Alþingi. Að mörgu leyti sýnist mér að stefni í mest spennandi þingkosningar frá árinu 1987 er mikil uppstokkun varð.

Fjöldi þingmanna situr nú sínar síðustu vikur á þingi og kveðja brátt stöðu sína í hinu virðulega þinghúsi við Austurvöll. Margir alþingismenn eru að hætta þátttöku í stjórnmálum og fjöldi þingmanna munu falla í kosningunum ef marka má skoðanakannanir. Það stefnir í mikla uppstokkun. Skv. öllum skoðanakönnum nú stefnir í uppstokkun fylkinga, mismikið fylgistap Framsóknarflokkins og Samfylkingarinnar og viðbót vinstri grænna. Það er því ljóst að miklar mannabreytingar verði á Alþingi.

Kosningabaráttan virðist vera hafin á fullum krafti. Framboðslistar liggja nú flestir fyrir og meginlínur orðnar ljósar. Allir framboðslistar Sjálfstæðisflokksins eru tilbúnir og aðrir flokkar tilbúnir með sitt, enn er þó óvissa um framboðslista Frjálslynda flokksins um allt land og VG í Norðvesturkjördæmi hefur ekki enn gengið frá sínum málum. Formenn flokkanna eru komnir í kosningaham. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Steingrímur J. Sigfússon hafa farið í fundaferð um landið en formenn stjórnarflokkanna; Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hafa verið rólegi í tíðinni en þó nokkuð í fjölmiðlum. Geir var t.d. í Silfri Egils í löngu viðtali um helgina.

Það stefnir í spennandi kosningar. Ef marka má skoðanakannanir verður þetta fjörleg barátta. 90dagar virka ekki mikið á langri ævi eins manns en fyrir stjórnmálamann í hita og þunga tvísýnnar og spennandi kosningabaráttu eru 90 dagar sem heil eilífð. Harold Wilson, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, sagði sem frægt varð að vika væri langur tími í stjórnmálum - sem voru orð að sönnu svo sannarlega. Þetta verða líflegir þrír mánuðir, svo mikið er víst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Þó að þetta sé væntanlega elsta tugga stjórnmálanna þá verð ég að taka undir með þér að vika er langur tími í stjórnmálum.. það getur aldeilis margt gerst á þessum 3 mánuðum. Hlutirnir á bæ Frjálslyndra eru allaveganna ekki lengi að breytast.

Og spennandi kosningar verða þetta! Ég held að Sf. eigi mikið inni, sérstaklega þá hjá þessu óákveðna fólki. Vg mun held ég ekki fara yfir 20% í þessum kosningum. Það sem að Sf. þurfa að gera til að ná fylginu upp er að kynna stefnuna betur því að allt tal um stefnulausan flokk er tóm þvæla einsog þeir sem hafa kynnt sér stefnuna vita vel.

Ég er samt mjög hræddur við Framsókn, þeir slefa örugglega uppí tæp 10% en fara ólíklega hærra, þið sjallarnir verðið örugglega í tæpum 40% og frjálslyndir í einhverjum 5 (+-2)%.

Til að Vg og Sf nái hreinum meirihluta þurfum við að lágmarka fylgið hjá Framsókn og Sjöllum og þá helst að halda framsókn í 7-8% og Sjöllum í um 37% sem að er þó ekki ólíklegt fylgi xD og þá verða xD, exbé og xF samtals með eitthvað rétt um 49%.  Þetta er erfitt fyrir vinstriflokkana tvo en ekki ógerlegt. Þó held ég að við þurfum að ná þessu svona því að það vilja held ég fáir setjast í ríkisstjórn með Frjálslyndum eftir kosningar. 

Mín draumaspá í fylgi er þessi þegar 3 mánuðir eru til kosninga, mun svo að sjálfsögðu endurskoða þetta með tímanum:

x-D: 37%
eXBé: 7%
x-F:  5%
Vg: 20%
Sf: 31%

Guðfinnur Sveinsson, 13.2.2007 kl. 01:38

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Guffi

Takk fyrir kommentið. Já, þetta verður háspenna alveg - kosningabaráttan og kosninganóttin er aldrei skemmtilegri en þegar að jafnvel allt er jafnt, allir verða að hafa fyrir sínu og mesti rómansinn er yfir því að vaka til morguns. Svo drekkir maður annaðhvort sorgum sínum eða drekkur sér til gleði og gargandi ánægju. :)

Framsókn mun hækka, ekki viss um að VG nái að haldast yfir 20%. Samfylkingin er óvissumerki, verður fróðlegt að sjá gengi flokksins og ISG. Takk fyrir góða spá um okkur, ætla að vona að þú verðir sannspár með okkur í 37 (með nettum plús helst hehe) En jamm, þetta verða mjög hressandi 90 dagar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.2.2007 kl. 01:49

3 identicon

Næsta ríkisstjórn:

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir forsætisráðherra
Steingrímur J. Sigfússon utanríkisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra
Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra
Þórunn Sveinbjarnardóttir samgönguráðherra
Þuríður Backman landbúnaðarráðherra
Össur Skarphéðinsson sjávarútvegsráðherra
Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra
Kristján L. Möller fjármálaráðherra
Ögmundur Jónasson menntamálaráðherra
Mörður Árnason iðnaðarráðherra
Atli Gíslason dómsmálaráðherra

Katrín Júlíusdóttir forseti Alþingis

Ágúst Ólafur Ágústsson formaður þingflokks Sf
Katrín Jakobsdóttir formaður þingflokks Vg

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband