Ásthildur Cesil fjarlægir kjaftasöguþráðinn sinn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, vefstjóri og ábyrgðarmaður spjallvefsins málefnin.com, hefur nú eytt kjaftasögu- og ósannindaþræði sínum þar sem hún gaf í skyn þau ósannindi að ég hefði gengið í Frjálslynda flokkinn til að vinna í haginn fyrir Margréti Sverrisdóttur. Með þessu verklagi sínu braut vefstjórinn eigin málverjaboðorð, boðorð sem virðast ekki vera fimmeyringsins virði. Það er kostulegt að fylgjast með þessu öllu saman.

Reyndar hefur viðkomandi vefstjóri ekki enn sýnt sóma sinn í að biðjast afsökunar á þessu klúðri sínu - væri hún merkilegri en þessi ómynd sem hún sýndi af sér í gærkvöldi með þessu kjaftasögublaðri myndi hún gera það. En lengi má manneskjuna reyna. Þvílík ómerkilegheit og ógeð sem tíðkast á þessum guðsvolaða spjallvef.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Óskarsson

Ég kíki öðru hverju þarna inn og verð alltaf jafn hissa á því hvernig maður gat stundað þennan vef jafn mikið og maður gerði áður fyrr. Þetta er á ótrúlega lágu plani allt saman.

Egill Óskarsson, 13.2.2007 kl. 16:41

2 identicon

Það sem er ótrúlegt er að ekki sé löngu búið að loka málefnin.com, er á ótrúlega lágu plani.

Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband