Menningarhúsið á Akureyri mun fá heitið Hof

Kaka í lagi MenningarhússinsStjórn Akureyrarstofu hefur ákveðið að Menningarhúsið við Strandgötu hér á Akureyri, sem nú rís, muni hljóta heitið Hof. Það voru Aðalbjörg Sigmarsdóttir og Heimir Kristinsson sem skiluðu inn tillögu að nafninu og hafa hlotið verðlaun í tilefni þess. Þetta er virkilega fallegt og viðeigandi heiti og mjög notalegt að loks sé komið nafn við nýju menningarmiðstöðina okkar hér - sem loksins rís og löngu var orðið tímabært að kæmi til sögunnar.

Menningarhúsið verður í hjarta Akureyrarbæjar við Strandgötuna og mun verða eitt af kennileitum Akureyrar í framtíðinni. Það mun ekki fara framhjá neinum sem til bæjarins koma. Tilkoma menningarhúss verður mikill lyftistöng fyrir alla menningarstarfsemi hér á svæðinu. Markmiðið með því er auðvitað að efla til mikilla muna alla menningarstarfsemi hér. Í húsinu er ráðgert að hvers konar tónlistarflutningur verði í öndvegi en þar verði jafnframt aðstaða til annarrar fjölþættrar starfsemi svo sem fyrir ráðstefnuhald, fundi, listdans, dans, leiklist, sýningarhald og margt fleira.

Gunnur Ringsted, eiginkona Heimis Kristinssonar, annars þeirra sem áttu tillögu að nafninu Hof orti í tilefni nafngiftarinnar fallegt ljóð sem vert er að benda á hér;

Hof
Að heiman ég horfi
á húsið rísa.
Eigum þar auðgun
andans vísa,
ólgar þar eldhugans
öflug bylgja.
Hof skal það heita,
heill því fylgja.


mbl.is Menningarhús á Akureyri mun heita Hof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Ólason

Skemmtilegt nafn og gaman að því að minn fyrrverandi stærðfræðikennari Heimir Kristinsson kæmi með nafnið (samát öðrum vinningshafa) Óska vinningshöfum til hamingju.

Ragnar Ólason, 13.2.2007 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband