Valfrelsi í skólamálum - skólar kynna ágæti sitt

Akureyri

Í kvöld kl. 20:00 var haldinn kynningarfundur um val á grunnskóla í Brekkuskóla. Það er ánægjulegt að sjá hvernig að valfrelsi er með því afgerandi kynnt og með þessu verður ferskleiki og öflug samkeppni milli skólanna staðfest með áberandi hætti. Í upphafi fundar flutti Elín Margrét Hallgrímsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður skólanefndar, ræðu og í kjölfarið fylgdu skólastjórar allra grunnskóla sveitarfélagsins þar sem þeir kynntu sinn skóla og hvað hann hefði fram að færa.

Það er gott að þessi stefna sé uppi að á valdegi af þessu tagi séu skólarnir að kynna sig og sinn bakgrunn. Ég hef alltaf verið mikill talsmaður frelsisins. Það er mikilvægt að tryggja fólki frelsi til að velja.
Ég hef alla tíð verið mjög hlynntur valfrelsi á skólastiginu. Að mínu skiptir gríðarlega miklu máli að fólk eigi val – val er án nokkurs vafa framtíðin í skólamálum í pólitík samtímans. Það er mjög mikilvægt að tryggja að fersk hugmyndafræði og tillögur séu ávallt til vinnslu og við sjálfstæðismenn verðum að tryggja að við séum rödd þess ferskleika - sækjum ávallt fram af krafti.

É
g hef viljað að við hér fetum í sömu átt og þeir í Garðabæ hafa t.d. gert. Ég hef viljað feta í sömu átt – ég vil sjá Akureyri sem öflugan valkost í skólamálum hvað snertir rekstrarform leik- og grunnskóla þar sem mismunandi hugmyndafræði er til staðar og val foreldra og nemenda þess því meira. Ég vil sjá aukna samkeppni um þá þjónustu sem er verið að bjóða á leik- og grunnskólastigi með mismunandi rekstrarformum og valfrelsi. Íbúar hér á Akureyri eiga í framtíðinni að geta valið að mínu mati um þjónustu hjá mismunandi aðilum. Það veitir nauðsynlegt aðhald og samkeppnin tryggir svo ennfremur aukin gæði.

Valfrelsi í skólamálum er enda framtíðin! Því fagna ég þessu sem meirihlutinn hér er að gera, þetta er vísir að góðu upphafi á lengri vegferð til framþróunar í skólamálum á 21. öld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Gunnarsson

Sat eitt sinn fyrirlestu hjá Ásgeiri Beinteinssyni, skólastjóri Háteigsskóla, sem benti réttilega á galla sem þarf að hafa í huga þegar algert valfrelsi er í skólamálum. Það getur verið erfitt fyrir skólastjóra að manna stöður fyrir t.d. 3 nýbúa alla á mismunandi skólastigum og frá mismönandi löndum. Ekki það að málið sé óleysanlegt, en finst þetta ágætis dæmi um hvernig getur farið þegar maður velur sér frelsi og kemur því í framkvæmd, án þess að gera sér grein fyrir afleyðingunum.

"Fram til þessa hefur fjármagni til nýbúakennslu að mestu verið úthlutað til skóla í upphafi hverrar annar eða jafnóðum og nemendur koma inn í skólann. Einungis fimm skólar hafa fasta upphæð í fjárhagsáætlun til að annast þessa kennslu auk þeirra skóla sem eru með móttökudeildir. Stöðugleiki í fjárúthlutunum er forsenda  þess að unnt sé að byggja upp þekkingu innan skólans og tryggja stöðugleika í kennslunni."

Heimild: Stefna_Born_Annad_modurmal.pdf 

Kristján Gunnarsson, 15.2.2007 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband