Ofsaakstur í íbúðahverfi

Ofsaakstur Það er frekar ömurlegt að heyra fréttir af ofsaakstri í umferðinni. Í gærkvöldi keyrði ökumaður í annarlegu ástandi á miklum hraða í gegnum íbúðarhverfi. Það er því miður ekkert einsdæmi, en allavega tvö, gott ef ekki þrjú tilvik, hafa gerst svoleiðis undanfarið ár, svo ég muni eftir í umræðunni allavega. 

Þetta er auðvitað frekar sorglegt enda getur ökumaðurinn, sem missir dómgreind og viðbragðssnerpu, orðið bæði sjálfum sér og saklausum vegfarendum að bana. Sýnt var í Kastljósi í vikunni hversu mjög drykkja á örfáum áfengum drykkjum hefur áhrif á ökumanninn. Allir sem sáu áhrif áfengis á Freysa, Andra Frey Viðarsson, sáu að þetta er dauðans alvara.

Hver vill mæta svona bíl á ofsaakstri í myrkri, annaðhvort sem ökumaður annars bíls eða sem gangandi vegfarandi? Stórt er spurt. Þetta er dauðans alvara!

mbl.is Ökumaður í annarlegu ástandi skapaði stórhættu á götum Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þegar við tökum bílpróf er farið mjög nákvæmlega yfir það hvaða áhrif áfengi og aðrir vímugjafara hafa á viðbragðsflýti okkar við akstur.  Þess vegna era ökuníðingum það fullkunnugt hvaða áhættu þeir eru að taka.  Aftur finnst mér að fréttaflutningur um þessi mál í æsingarstíl og til þess fallinn að æra óstöðugan.

Ester Sveinbjarnardóttir, 17.2.2007 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband