Glæsilegur sigur Eiríks - frábær kvöldstund

Eiríkur Hauksson Ég var staddur í alveg mögnuðu Eurovision-partýi hjá vinafólki mínu í gærkvöldi. Vorum þar nokkur sem höfum alltaf verið miklir áhugamenn um Eurovision, fylgst með keppninni í áranna rás og metum tónlist mikils að sjálfsögu. Það var mikið spáð í spilin og allir auðvitað með sín uppáhaldslög. Þessi keppni sameinar allar kynslóðir við sjónvarpstækið og allir hafa skoðanir á henni, þó sumir vilji ekki kannast við það.

Um eitt voru þó allir sammála í gærkvöldi. Eiríkur Hauksson var langflottastur, með besta lagið og stóð öðrum fremri. Enda vann hann. Glæsilegur sigur það og mjög verðskuldaður. Eiríkur einfaldlega kann sitt fag. Hann hefur mikla sögu í keppninni, hefur verið þar sem keppandi tvisvar og fulltrúi Íslands í hinum frábæra spekingaþætti í aðdraganda keppninnar síðustu árin, og var sá keppenda sem var langöruggastur á sviðinu í gær, hann einfaldlega stóð fremri öðrum. Það skiptir máli að mínu mati. Þetta er bakgrunnur sem einn og sér fleytir langt.

Það voru held ég flestallir glaðir með úrslitin. Eiki er einfaldlega söngvari af þeim skala að við erum stolt af honum. Ég skal fúslega viðurkenna það að ég hefði þess vegna viljað að fimm lög myndu vinna; auk Eika voru Jónsi, Frikki, Heiða og Andri öll í toppformi. Öll þessi níu lög voru ágæt hver á sinn máta, þó ég verði að viðurkenna það að mér fannst kántrýskotna lagið Áfram þeirra síst, en það er kannski bara vegna þess að ég er mjög lítið fyrir kántrýtónlist, allavega mjög í hófi vægast sagt. Lögin sem voru í gær fara allavega sterk til leiks í Eurovision-keppnissöguna sem er alltaf að verða blómlegri.

Það var svona nett nostalgía sem fór um mann við að rifja upp lögin hans Björgvins Halldórssonar í keppninni. Það er enn skandall að sum þeirra, t.d. Sóley, fóru ekki út í keppnina á sínum tíma. Björgvin fór svo seint og um síðir í keppnina, með gott lag en einum of seint samt. Það hefði verið gaman að sjá hann taka eitthvað gamalt Júrólag þarna í gærkvöldi. Hefði ekki verið eðall að fá hann með Ernu Gunnarsdóttur, gamla enskukennaranum mínum í VMA í denn, til að rifja upp eðalsveiflulagið Lífsdansinn, eftir Geirmund Valtýsson? Hví ekki, lagið er jú tvítugt á árinu.

En mesti skandallinn fannst mér að sjá þennan rúmenska úr keppninni í fyrra "mæma" lagið Tornero. Þetta er flott lag og góður söngvari.... en að mæma er fyrir neðan allar hellur. Ræður hann ekki lengur við lagið? Mikil vonbrigði að sjá þetta. Svo var Regína Ósk alveg yndisleg í Júrólaga-upprifjuninni. Það er einn mesti skandall íslenskrar Eurovision-sögu að hún skyldi ekki vinna í fyrra með lagið hans Trausta Bjarnasonar, Þér við hlið. Einstakt lag... mjög vandað, lag á öllum skalanum. Það átti að fara til Aþenu. Regína Ósk var alveg frábær í gærkvöldi.

Silvía Nótt var aldrei þessu vant hógvær og stillt og átti stutta innkomu með nýjasta lagið sitt, nýjan smell sem hún söng mjög vel. Hún stóð sig vel. Var þó að vona að hún myndi syngja sigurlagið sitt frá því í fyrra... en kannski vill hún horfa í aðrar áttir. Það er skiljanlegt vissulega. En í heildina; þetta var magnað kvöld. Virkilega gaman og við skemmtum okkur vel yfir pizzu, nammi, góðum veigum og líflegu spjalli. Eðalgott - svona eins og það á að vera.

Þetta er enda skemmtilegasta sjónvarpskvöld ársins, tja nema kannski þegar að aðalkeppnin er ytra. Ætla svo sannarlega að vona að Eiki Hauks skili okkur glæsilegum árangri í vor. Efast ekki um að við verðum allavega mjög stolt af honum. Og svo er kominn enskur texti á lagið. Getur ekki verið betra! Og svo gerum við öll sem eitt þá lykilkröfu nú að kappinn verði í leðri, sömu múnderingu í gær. Svona á hann að vera.... þetta er málið!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

 Eiríkur var flottur,  en ekki bara hann, umgjörðin um lagið,  allt frábært, trommarinn, bassa og gítarleikararnir.  Frábærir tónlistamenn allir sem einn.  Þau lög sem mér fannst bera af voru með Eika, Frikka og  Andra. 

 Ég öfunda ekki þann sem fer út því að sá verður örugglega spurður mikið út í silvíu Nótt. Hann er ekki öfundsverður.  já Regína Ósk var góð.

Sigrún Sæmundsdóttir, 18.2.2007 kl. 15:58

2 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Mér fannst alveg dæmigert að Eiríkur skyldi vinna og var eiginlega frekar súr yfir því.  Þetta þýðir væntanlega að hann getur ekki verið hinum þrælskemmtilegu norrænu kynningarþáttum um lögin í Eurovision. Hann var búinn að standa sig mjög vel þar, og lagið er bara meðallag.  Lítið spennandi og keppnin var að mínu mati mun betri í fyrra.

En kannski verður hægt að fá Pál Óskar í staðinn í kynningarþættina?  Talar hann eitthvað Norðurlandamál?

Eygló Þóra Harðardóttir, 18.2.2007 kl. 17:09

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Sigrún: Alveg sammála þér. Já, það verður erfitt fyrir Eirík að fara á eftir Silvíu Nótt. Hann er hinsvegar úr stáli og stendur flott á eigin fótum. Ekki hræddur um að það verði honum vandamál að fara út.

Eygló: Það er mikil eftirsjá af Eiríki úr þessum þáttum. Það væri ekki galið að senda Pál Óskar (ekki viss um að hann kunni norðurlandamál) eða Selmu Björns (sem ég veit að kann eitthvað af þeim). Það væri reyndar gaman að sjá Selmu dæma með Charlotte Pirelli, sænska fulltrúann, sér við hlið. Charlotte vann Selmu í keppninni í Jerúsalem árið 1999.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.2.2007 kl. 17:14

4 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Heyrði haft eftir Kristjáni Hreinssyni að Eiríkur yrði samt sem áður í þáttunum.  Sel ekki dýrar en ég keypti.

Sigríður Jósefsdóttir, 18.2.2007 kl. 22:50

5 Smámynd: Ibba Sig.

Aldrei þessu vant þá erum við sammála Stebbi. Eríkur var langflottastur! En hins vegar held ég að þetta sé ekki besta sjónvarpskvöld ársins. Ég nefnilega gef mér að Eiríkur komist upp úr undankeppninni og þá fáum við að sjá hann á sviðið í Helsinki og svo kosningasjónvarp þar strax á eftir. Það verður sjónvarpskvöld ársins. 

Ibba Sig., 19.2.2007 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband