Eiríkur áfram með í Eurovision-spjallþættinum

Eiríkur Hauksson Eiríkur Hauksson vann glæsilegan sigur í Söngvakeppni Sjónvarpsins um helgina, afgerandi sigur í atkvæðum talið ef marka má fréttir RÚV. Nú fáum við þau gleðitíðindi að Eiríkur muni áfram verða fulltrúi Íslands í samnorræna þættinum þar sem spekingar fara yfir öll lögin, fella sinn dóm og eiga létt og notalegt spjall. Þetta eru ómissandi þættir í undirbúningi keppninnar hér á Norðurlöndum ár hvert.

Margir óttuðust að sigur Eiríks Haukssonar í keppninni myndi þýða að hann yrði ekki með í þættinum þetta árið. Það þarf semsagt ekki að hafa áhyggjur af því. Það er nú bara undir Eiríki sjálfum komið hvort hann vilji taka þátt. Það er mikið gleðiefni og gott að þurfa ekki að ræða það frekar og velta fyrir sér öðrum nöfnum í þáttinn, enda er Eiríkur þar á heimavelli og okkar besti kandidat í þáttinn.

mbl.is Svíar vilja fá Eirík áfram í vinsæla sjónvarpsþætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja, ólíkt hafast þau að, Eiríkur og Britney-spíran. Eða var myndunum víxlað?

Steini Briem (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 15:15

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Já, ég er búinn að eiga margar andvökunæturnar yfir því hvort Eiríkur héldi áfram í þættinum eða hvort einhver annar þyrfti að koma í hans stað fyrir hönd Íslands.........  ;)

Sigfús Þ. Sigmundsson, 19.2.2007 kl. 15:57

3 identicon

Já um að gera fyrir Erík að vera með í þættinum - góð auglýsing það, sem ætti að tryggja slatta af atkvæðum frá frændum okkar í Skandinavíu og þ.m. vonandi að fleyta okkur í lokakeppnina!   

Helgi V. (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband