Vindar breytinga blása um bresk stjórnmál

Tony Blair Það stefnir í straumhvörf bráðlega í breskum stjórnmálum. Ný könnun The Guardian sýnir nú forskot Íhaldsflokksins á Verkamannaflokkinn hið mesta í tvo áratugi, frá valdaferli Margaret Thatcher. Íhaldsflokkurinn mælist með 13% forskot á Verkamannaflokkinn. Íhaldsflokkurinn er með 42%, Verkamannaflokkurinn er með 29% og frjálslyndir hafa 17%. Myndi Íhaldsflokkurinn fá góðan þingmeirihluta við úrslit af þessu tagi og yrði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, með sterkt umboð.

Þetta er mjög merkileg niðurstaða og sýnir vel þann vanda sem nú blasir við Verkamannaflokknum eftir áratug við völd undir forystu Tony Blair, forsætisráðherra, sem þegar hefur tilkynnt að hann láti af embætti fyrir sumarlok. Í maí hefur Verkamannaflokkurinn leitt ríkisstjórn samfellt í nákvæmlega tíu ár og má búast við þáttaskilum fyrir flokkinn að því loknu þegar að formleg leiðtogaskipti verða. Hinir gullnu sæludagar valdatíðar Tony Blair og Verkamannaflokksins eru löngu liðnir - það hefur syrt allverulega í álinn. Staða mála er mjög augljós þessa dagana. Það stefnir í þáttaskil í breskum stjórnmálum.

Þessi könnun er enn meira afdráttarlaus en margar aðrar því sérstaklega var spurt um flokkana í næstu kosningum og gefið sér við þær aðstæður að Gordon Brown væri í þeim kosningum orðinn forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Verkamannaflokksins. Þessi könnun hlýtur að vera mikið áfall fyrir kratana og ráðandi stjórnvöld. Kannski eru óvinsældir Blairs nú, sem hann mun skilja við er valdaferlinum lýkur, nú að færast í arf til Brown. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir flokksmenn Verkamannaflokksins að sjá þessa mælingu þegar að spurt er greinilega um stöðuna sem verður við þær aðstæður að Tony Blair hefur yfirgefið Downingstræti 10 og Brown yrði tekinn við.

Kjósendur vilja augljóslega uppstokkun - nýja sýn og breytta tíma við stjórn landsins. Það sér fulltrúa þessara nýju tíma í David Cameron, leiðtoga Íhaldsflokksins. Cameron hefur eflt flokkinn gríðarlega á því rúma ári sem hann hefur leitt íhaldsmenn. Meginstefnubreytingar hafa orðið, skipt var um merki flokksins og ásýnd. Nýir tímar eru komnir þar. Horft er fram á veginn. Cameron hefur sterka stöðu í sínum flokki er afgerandi forystuefni til framtíðar. Margir í Blair-arminum hafa ekki haft trú á að Brown geti unnið þingkosningar. Svo virðist vera að landsmenn telji það líka. Cameron er enda vinsælli nú en bæði Blair og Brown.

Það hefðu eitt sinn þótt tíðindi að leiðtogi Íhaldsflokksins toppaði Blair og Brown, en ekki lengur að mörgu leyti. Brown er í huga margra maður sömu tíma og kynslóðar og Tony Blair. Það verður því fróðlegt að sjá hvað framtíð næstu mánaða ber í skauti sér, þegar að formlega líður að lokum langs valdaferils Tony Blair. Þá fyrst verður vissara hvernig vindar blása í þingkosningunum árið 2009. Nú þegar má altént finna vinda breytinga blása um bresk stjórnmál.

Þessi könnun og margar hinar fyrri staðfesta það mjög vel að vindar breytinga blása um bresk stjórnmál - það er sannarlega gleðiefni!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Cameron - Brown, Cameron - Brown. Hmmm, ég á víst meira sameiginlegt með Bretum en ég hélt :)

Eygló Þóra Harðardóttir, 19.2.2007 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband