Dramatík hjá litríkri fjölskyldu

OsbournesEin kostulegasta sjónvarpsfjölskylda sögunnar er Osbourne-fjölskyldan. Meira að segja hin skrautlega Addams-fjölskylda, sem gerð var ódauðleg í sjónvarpsþáttum á sjöunda áratugnum og tveim kvikmyndum, bliknar í samanburðinum. Eitthvað undarlegasta fjölskyldulíf einnar fjölskyldu var afhjúpað með öllu sem því fylgdi í raunveruleikaþáttum um Osbourne-fjölskylduna. Það var ekki síðra drama en í helstu hasarþáttum.

Það er oft sagt að stjörnurnar verði veruleikafirrtar með frægðinni. Það verður reyndar seint sagt að Ozzy Osbourne sé normal karakter, hann hefur alltaf virkað sem utanveltu og ekki alveg í sambandi og hefur ekki batnað með árunum. Það merkilegasta við þættina um þau var einmitt hversu villt allt var. Þar gerðu allir hlutina eins og þeir vildu og þetta heimili var jafnhlýlegt og strætóstoppistöð. Þar var líka mikið drama. Þessir þættir gleymast allavega ekki þeim sem sáu. Það var viss lærdómur að sjá inn í kviku þessarar fjölskyldu.

Nú er sagt í fjölmiðlum vestanhafs að einn í fjölskyldunni sé HIV-smitaður. Það fylgir ekki sögunni hver það sé. Ef ég þekki bandaríska fjölmiðla rétt verður ekki hætt að segja frá því fyrr en það hefur verið upplýst. Bandarískir fjölmiðlar eru betri en nokkrir aðrir við að hype-a upp fréttir um stjörnur og halda þeim eins og lengi og hentar til að selja blöð eða auka áhorf. Gott dæmi um það er dramað um ævi og örlög ljóskunnar Önnu Nicole Smith. Hún virðist enn dýrmætari pressunni dauð en lifandi, eins fyndið og það hljómar.

Þetta er kostuleg veröld sem við lifum í - veröld sem stendur og fellur með bandarísku fréttamati þeirra sem þurfa að selja blöð og auka áhorf stöðvanna sinna. Og eftir þessu er dansað víðar.... merkilegt nokk.


mbl.is Einhver úr Osbourne-fjölskyldunni HIV-smitaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband