Er Halla Vilhjálms nýja konan í lífi Jude Law?

Jude Law Það leikur enginn vafi á því að Jude Law er einn af þekktustu leikurum sinnar kynslóðar. Alla tíð frá því að hann lék í Gattaca fyrir áratug hafa honum nær allir vegir verið færir í kvikmyndabransanum og óskarsverðlaunatilnefning fyrir The Talented Mr. Ripley árið 2000 markaði honum endanlega sess sem þekkts leikara með fullt fang tækifæra í Hollywood. Hann byrjaði reyndar ferilinn í breskri sápuóperu, Families, snemma á tíunda áratugnum og fikraði sig smátt og smátt í kvikmyndaheiminn.

Einkalíf hans hefur verið stormasamt síðustu árin. Hann giftist leikkonunni Sadie Frost árið 1997. Þau eignuðust saman þrjú börn en fyrir átti Sadie einn son sem Jude gekk í föðurstað. Þau slitu samvistum fyrir fjórum árum eftir tíu ár saman. Síðan hefur Jude verið einn eftirsóttasti piparsveinn kvikmyndaheimsins. Sadie og Jude börðust um forræði barnanna í rúm tvö ár. Á þeim tíma hóf Jude ástarsamband við leikkonuna Siennu Miller, sem er eitt hið stormasamasta í stjörnuheimum síðustu árin. Þau hættu þrisvar saman og tóku hvort annað í sátt meira að segja eftir að Jude hélt framhjá henni með barnfóstrunni sinni.

Undir lok síðasta árs slitu Sienna Miller og Jude Law endanlega samvistum. Það var í bresku pressunni túlkað sem hart lokauppgjör milli þeirra eftir beisk sambandsslit. Það væri freistandi að vita hvar Halla Vilhjálmsdóttir, söngkona, kom til sögunnar hjá Jude Law. Ef marka má fréttir á hún nú hug og hjarta leikarans. Hann kom til Íslands í síðustu viku og virðist hafa bæði borðað með henni og skoðað næturlífið í fylgd hennar. The Sun hefur nú birt fréttir þess efnis að Halla og Jude hafi verið í símasambandi eftir að hann kom heim til Bretlands og greinilegt að sambandið er eitthvað meira en bara vinahjal.

Það var reyndar sagt í fréttum í gær að þetta hafi verið þriðja Íslandsför leikarans. Var liggur við talað um það sem hneyksli, enda hefði þá pressan misst af honum. Ég held að það sé gleðitíðindi að þekktir menn á borð við Jude Law geti komist óséðir til Íslands og sloppið við pressuna. Við eigum líka að gefa þekktu fólki af þessu tagi tækifæri til að lifa sama frjálsa lífinu og við viljum sjálf. Stærsti kosturinn er að hér getur fólk verið í friði og lifað frjálst sínu lífi. Það er stór kostur.

Það er skiljanlegt að The Sun velti þó fyrir sér þessum böndum milli Jude og Höllu Vilhjálms. Er hún nýja konan í lífi hans? Það er óhætt að segja að kynnishlutverkið í X-Factor verði ekki tækifæri ársins fyrir hana ef þær sögusagnir eru réttar. Íslendingar virðast fylgjast með þessu með sama hætti og þegar að Fjölnir Þorgeirsson nældi sér tímabundið í Mel B. Meira að segja er strax farið að tala um Jude Law sem tengdason Íslands rétt eins og Mel B. var kölluð tengdadóttir landsins.

Klisja.... eða hvað?

mbl.is The Sun fjallar um Jude og Höllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband