Flestir búnir að gleyma Silvíu Nótt

Silvía Nótt Í fyrra var Silvía Nótt mál málanna... líka hjá börnunum. Flestar stelpur vildu vera hún á öskudeginum eftir að hún hafði sigrað svo glæsilega í söngvakeppninni skömmu áður. Mörgum fannst með ólíkindum að sjá hana vera ímynd smákrakka, enda Silvía Nótt varla sterk fyrirmynd smástelpna. En nú horfir öðruvísi við ári síðar... flestir eru búnir að gleyma Silvíu Nótt.

Um allt land fóru krakkar í búðir og fyrirtæki... voru að syngja fyrir nammi. Gamall og góður siður. Krakkarnir fóru sem fyrr í ýmis gervi. Allir skemmtu sér vonandi vel. Þegar að ég var krakki fannst mér þetta yndislegur dagur og ég tók þátt í slatta ára. Þegar að ég var tólf ára hafði ég misst áhugann og ég tók þá ekki þátt. Fannst þetta ekki minn stíll lengur. Það er eins og það er. En í minningunni sem krakki var þetta yndislegur dagur, mjög svo.

Nú er Silvía Nótt engin fyrirmynd krakkanna á öskudeginum eins og í fyrra. Er það gott eða slæmt? Ég hallast að hinu síðarnefnda og er eflaust ekki einn um þá skoðun.

mbl.is Silvía Nótt hvergi sjáanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Er það gott eða slæmt? Ég hallast að hinu síðarnefnda ..." Hvers vegna er það slæmt að Silvía Nótt skuli ekki vera fyrirmynd krakkanna á öskudeginum?

Gunnar Ragnarsson (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 09:40

2 identicon

 

Var enginn Eiríkur Hauksson?

Gló J (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband