Börn tónskálds berjast fyrir heiðri hans

Það leikur enginn vafi á því að Friðrik Jónsson hafi verið eitt virtasta tónskáld Þingeyinga. Hann samdi nokkur ódauðleg lög sem mikið eru spiluð enn í dag - lög sem lifað hafa með þjóðinni. Nú eru deilur uppi um hvort hann hafi samið frægasta lag sitt, Við gengum tvö. Börn Friðriks hafa nú svarað umfjöllun Morgunblaðsins í gær með yfirlýsingu sem birt er í blaðinu í dag. Þetta er athyglisvert mál og virðist þar börn tónskáldsins fyrst og fremst koma til varnar heiðri hans sem tónskálds. Er greinilegt að þau taka umfjöllun mbl illa.

Friðrik er án vafa þekktastur fyrir að hafa samið þetta lag og auk þess hið ódauðlega lag Rósin, sem er orðið eitt helsta jarðarfararlag landsins og virt í tónlistarheimum í flutningi bæði Álftagerðisbræðra og ýmissa söngvara. Lagið Við gengum tvö varð frægt í flutningi Ingibjargar Smith á miðjum sjötta áratugnum og hefur í danslagaþáttum alla tíð síðan og er eitt laganna sem lifað hafa með þjóðinni og öðlast sess í óskalagaþætti t.d. Gerðar B. Bjarklind sem stendur vörð um gömul lög gullaldartímabils íslenskrar tónlistar.

Friðrik, sem lést árið 1997, var organisti í nokkrum kirkjum í Suður-Þingeyjarsýslu sem lærði undirstöðuatriðin hjá föður sínum, en hann var organisti og söngstjóri. Friðrik fór suður til Reykjavíkur á unglingsárum og hlaut frekari tilsögn í orgelleik í Tónskóla þjóðkirkjunnar. Hann fékkst síðan við söngkennslu og margvísleg tónlistarstörf eftir það og varð fljótlega vinsæll og eftirsóttur harmonikuleikari. Hann fór víða um héraðið og lék fyrir dansi og gladdi sveitungana síma með tónflutningi og lagasmíðum.

Lagið Við gengum tvö varð til um 1940 en textann orti hagyrðingurinn Valdimar Hólm Hallstað sem var afkastamikið söngtextaskáld, en orðrómur hefur alla tíð verið um að hann hafi samið textann við hið þekkta lag, Í fjarlægð, en í flestum söngbókum er textinn merktur nafnlausum manni, Cæsari, að nafni.

Það verður fróðlegt að fylgjast með þessari "baráttu" um heiður Friðriks Jónssonar sem tónskálds. Það er allavega greinilegt að börn hans standa vörð um heiður hans í tónlistargeiranum. Það sést vel af þessari yfirlýsingu.


mbl.is Samdi Við gengum tvö skömmu fyrir 1940
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að almenningur veit ekki báðar hliðar sögunnar og eru til vitni af því að hann hafi EKKI samið þetta lag og margir þekktir útvarpsmenn hjá Rás eitt hafa t.d. alltaf kynnt lagið með nafni hins rétta höfundar.

María (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 11:48

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég hef aldrei heyrt neitt annað en að Friðrik Jónsson eigi þetta lag. Í textabókum og á plötum er það merkt sem hans og því veit ég ekki af hverju ég ætti að efast um það.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.2.2007 kl. 12:08

3 identicon

Það er gott að þú skulir fjalla um þetta Stefán.  Mig langar til að benda á það sem mér finns vera augljós höfundareinkenni Friðriks í laginu Gömul spor.  Þessi tvö lög, Við gengum tvö og Gömul spor eru að mínu mati eftir sama tónskáld.  Tveir tangóar með afar líkum karakter, bæði í uppbyggingu og rytma.

Eyþór Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband