Klofningur hjá öldruðum og öryrkjum

Gömul hjón Það er svolítið kostulegt að fylgjast með framboðspælingum aldraðra og öryrkja. Svo virðist vera að ekkert samkomulag sé milli þeirra hópa sem hófu framboðsviðræður og í raun stefni í þrjú framboð ef allir hafi áhuga á framboði, enda sé ekkert samkomulag um að þau vinni saman. Þetta er kostulegt alveg. Mörgum fannst undarlegt þegar að klofningur varð í viðræðum stærstu hópanna og talað um að líklega yrðu framboð aldraðra og öryrkja tvö.

Nú hafa öryrkjar slitið viðræðum við Baldur Ágústsson, sem var forsetaframbjóðandi í forsetakosningunum 2004 og hlaut þar um 10% atkvæða. Ekki virðist ganga vel fyrir þessa hópa að vinna með Baldri og greinilegt að það hafa verið stálin stinn þegar að kom að samstarfi hjá honum og Arnþóri Helgasyni. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist. Munu aldraðir og öryrkjar fara fram í fjölda framboða eða hætta við allt saman? Flestum má þó ljóst vera að mjög vandræðalegt verður fyrir þessa hópa verði framboðin í frumeindum og ekki ljóst hvaða árangur verði af því.

Þessi farsi um framboð aldraðra og öryrkja er alveg kostulegur og með ólíkindum að sjá hversu illa þeim gengur að vinna saman sem ætla sér saman í framboð. Er þetta trúverðugt? Verður þetta kannski allt andvana fætt. Þetta lítur allavega varla heilsteypt út. Fyrst að þessir hópar ná ekki saman um framboðið eitt og sér er vandséð hvernig að framboð í nafni þeirra geti náð um stefnu og áherslur í kosningum.

mbl.is Viðræðum um framboð aldraðra og öryrkja slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband