Hætt við klámráðstefnu á Íslandi

Klámþing Þá er búið að blása af klámráðstefnuna sem halda átti hér eftir hálfan mánuð í kjölfar þess að ráðstefnugestum var úthýst af Hótel Sögu. Þetta eru merkileg tíðindi. Þau boða endalok þessa máls sem hefur verið mest í umræðunni hérna í samfélaginu síðustu dagana. Óhætt er að segja að samfélagið hafi logað vegna málsins og þverpólitísk samstaða myndaðist í raun gegn samkomunni.

Best birtist þverpólitísk andstaða við ráðstefnuna í borgarstjórn, en þar samþykkt ályktun þess efnis að ráðstefnan væri í óþökk borgaryfirvalda. Var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, forystumaður gegn ráðstefnunni í raun innan borgarkerfisins og var eindreginn talsmaður gegn því að svona væri liðið innan borgarinnar. Voru ummæli hans afgerandi og tók Vilhjálmur Þ. undir skoðanir femínista og ákall þeirra um aðgerðir sem sendar voru út til forystumanna borgar og ríkis og lögregluyfirvalda. Það er ljóst að þessi mótmæli femínista hafi leitt til þess að andstaða við ráðstefnuna jókst og hótelrekstraraðilar gátu ekki hýst hópinn.

Þessu máli er semsagt lokið - vafalaust eru flestir ánægðir að ekkert verði af ráðstefnunni.

mbl.is Hætt við klámráðstefnu hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll

Takk fyrir kommentið. Ég get svosem ekki sagt að ég hafi verið rosalega heitur á móti þessu og ekki heldur heitur með því. Mér fannst mjög hæpið að meina þessu fólki að koma... það gat engan veginn staðist. Það sem réði úrslitum í þessu, tel ég, var að borgarstjórinn í Reykjavík og allir flokkar í borgarstjórninni sameinuðust gegn þessu. Enda talaði Vilhjálmur borgarstjóri mun heitar gegn þessu en Geir H. Haarde, forsætisráðherra, á þingi í vikunni. Þetta féll vegna afstöðu borgaryfirvalda og það hefur eflaust ráðið afstöðu hótelsins er á hólminn kom. Tel að þetta hafi ráðist í borgarkerfinu semsagt.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.2.2007 kl. 15:04

2 identicon

Hvar er frelsið í þessu máli?

Ekki getur þú virkilega talað um þetta sem jákvæða ákvörðun.

Ert þú semsagt hlyntur því að ríkisvaldið og sveitastjórnir séu að beita einkaaðila þrýstingi til að útiloka ákveðna hópa sem vilja heimsækja landið, eingöngu vegna starfa þeirra? 

Gunnar Örn (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 15:20

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Gunnar Örn

Ég tjáði þá afstöðu í upphafi málsins að ég vildi ekki banna þetta. Hinsvegar hefur staðan orðið þannig að hótelið hefur bognað. Þetta er fordæmalaus ákvörðun, man ekki eftir öðru eins. Athyglisvert hefur verið að þeir sem mest börðust fyrir komu Falun Gong-liða hér til lands hafa stutt það að þessu fólki sé meinaður aðgangur. Ég vildi ekki meina því að koma og hef ekki stutt neitt í þá átt. Það er kaldhæðni í lokapunkti skrifanna þarna uppi. Mér finnst þetta ekki gott mál, enda vil ég að fólk hafi frelsi til að koma hingað og upplifa landið á sinn hátt. En það er spurning hvernig að fólk metur þetta hótel eftir þetta.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.2.2007 kl. 15:29

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sammála Stefán F. það er ekki hægt að banna mönnum gistingu sem ekki hafa til saka unnið við lögin í landinu.

Ég held að þetta sé hluti frelsisins (svo framarlega að börn koma ekki við sögu og ofbeldi) en vil skýrar reglur í framtíðinni um sölustaði kláms.

Bjó í mörg ár í Danmörku og þar voru svæsnar klámmyndir í neðstu hillum í sumum sjoppum. Það gengur ekki, börnin skilja þetta ekki og við verðum að hafa reglur um sölustaði! 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.2.2007 kl. 18:16

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þetta er svartur dagur í sögu Íslands. Við höfum skipað okkur á bekk með ríkjum þar sem mannréttindi eru ekki fyrir alla. Ef einhver heldur að koma hópsins hafi verið slæm landkyning þá gerir fólk sér ekki grein fyrir því hvað við vorum að enda við að gera. Þetta er eins og málið með hommana í Færeyjum. Þar töldu menn sig vera að hefja upp siðleg gildi.

Fannar frá Rifi, 22.2.2007 kl. 18:27

6 identicon

Ég sem hélt að þjóðin væri svo frjálslynd og nútímaleg, greinilega margfalt íhaldssamari en ég hélt. Oft gerum við grín að öfgatrú/öfgasiðferði sem finnst í suðurríkjum Bna, en erum svo sjálf ekkert skárri. Þetta viðbjóðslega ástand virðist tengjast þeirri forsjárhyggju og bannæði sem hefur farið vaxandi seinustu árin. Það eru tugir þúsunda fasista hér á landi sem sjá ekkert að því að þröngva eigin siðferði yfir aðra,

Svo finnst mér furðulegt að engir pólitíkusar þori að taka afstöðu með ráðstefnunni (eða einfaldlega afstöðu með eðlilegu ferðafrelsi fólks). Það eru örugglega einhverjir þingmenn sem hafa leynilega gaman af klámi, hlutföllin eru allavega slík að það er mjög ólíklegt að þeir séu allir á móti því. En hræðslan við pólitíska rétthugsun er mikil, sérstaklega rétt fyrir kosningar. 

Geiri (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 20:01

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin Anna og Fannar. Góðir punktar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.2.2007 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband