Fær Martin Scorsese óskarinn um helgina?

Martin Scorsese Óskarsverðlaunin verða afhent í Los Angeles á sunnudaginn. Flestir spekingar spá því að leikstjórinn Martin Scorsese fái nú loksins óskarinn, enda löngu kominn tími til. Það hefur fyrir löngu vakið athygli að hann hefur aldrei hlotið viðurkenningu frá bandarísku kvikmyndaakademíunni. Scorsese hefur verið sniðgenginn þar ár eftir ár. Hann var ekki einu sinni tilnefndur fyrir leikstjórnina á Taxi Driver árið 1976 en hlotið fimm tilnefningar áður; fyrir Raging Bull, The Last Temptation of Christ, Goodfellas, The Gangs of New York og The Aviator.

Nú hefur hann fengið sjöttu tilnefninguna fyrir The Departed, sem er án nokkurs vafa ein besta kvikmynd ársins 2006. Algjört meistaraverk svo vægt sé til orða tekið. Mér finnst það fyrir löngu orðinn ljótur blettur á bandarísku kvikmyndaakademíunni hvernig þeir hafa sniðgengið Scorsese og kvikmyndir hans. Ég hélt að hann myndi fá verðlaunin fyrir tveim árum, fyrir The Aviator, en þá fóru verðlaunin til Clint Eastwood. Taldi ég að hann fengi verðlaunin bæði fyrir myndina, svo og
glæsilegt framlag til sögu kvikmyndanna. Svo fór ekki.

Martin Scorsese hefur til fjölda ára verið einn af mínum uppáhaldsleikstjórum. Það mun verða kvikmyndabransanum til vansa fái hann ekki Óskarinn að þessu sinni og það hlýtur að verða að nú sé komið að því. Það er því ekki undarlegt að vinir hans og velunnarar hafi unnið vel að sigri hans nú. Sumarið 2003 skrifaði ég
ítarlegan pistil um leikstjóraferil og ævi Scorsese og ég bendi á hann hér með.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Það er núkominn tími á að hann fái óskar og meira en það, hann hefði átt að fá óskarinn fyrir allar þær kvikmyndir sem þú taldir upp og auðvitað átti hann að vinna bestu heimildarmyndina fyrir No Direction Home. 

Með Departed... sammála þér í því að hún er algjör meistaraverk og hann á að fá óskar fyrir hana... Skandall að þessi maður hafi ekki fengið óskarinn fyrr...

GOODFELLAS! þarf að segja meira?

- Guffi 

Guðfinnur Sveinsson, 23.2.2007 kl. 00:33

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið Guffi. Gott að við séum sammála um þetta. Vonandi fær The Departed óskarinn fyrir bestu mynd og Scorsese hlýtur nú að fá óskarinn, sem er svo sannarlega algjörlega tímabært. Hann hefði helst átt að vinna fyrir allar. Goodfellas og Raging Bull eru gargandi snilld. Hver er uppáhaldsmyndin þín sem hann hefur gert? Fer annars vel yfir þetta í pistlinum sem ég vísa á. Lestu hann endilega.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.2.2007 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband