Jakob Frímann farinn úr Samfylkingunni

Jakob Frímann MagnússonMér finnst það nokkur tíðindi að Jakob Frímann Magnússon, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hafi gengið úr flokknum. Hann tilkynnti þetta í Silfri Egils fyrir stundu og greinilegt var þar að Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrum borgarstjóri, varð undrandi á ákvörðun Jakobs Frímanns og kipptist eilítið við. Jakob Frímann hefur verið varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík frá stofnun og tekið þátt í prófkjörum þar í öllum kosningum frá 1999. Hann ákvað að taka ekki sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi eftir þátttöku í prófkjöri þar í nóvember.

Skv. orðum Jakobs Frímanns í þættinum áðan er líklegt að hann verði einn af frambjóðendum nýs framboðs Margrétar Sverrisdóttur sem er í undirbúningi. Það ganga margar sögur af því framboði og hverjir gangi til liðs við það. Ef marka má þessi tíðindi er mjög líklegt að Jakob Frímann verði þar í framboði og í hópi forystumanna. Það er ljóst að nýtt framboð Margrétar og stuðningsmanna hennar verður kynnt á næstu dögum og leyndin er smám saman að hverfa af því og æ fleiri stuðningsmenn þess að koma í ljós.

Ákvörðun Jakobs Frímanns um að yfirgefa Samfylkinguna eru merk tíðindi og boða brotthvarf enn eins hægrikratans í aðrar pólitískar áttir. Þarna sést kannski einn af stóru vöndum Samfylkingarinnar; það að hægrikratarnir telji sig ekki eiga samleið með forystu flokksins. Það er allavega greinilegt á skoðanakönnunum að mikill vandi er hjá Samfylkingunni og öllum ljóst að uppstokkun tekur við þar innanborðs fái forystan skell í kosningum.


mbl.is Jakob Frímann genginn úr Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jakob ærlegur getur verið hvar sem er og hvergi án þess að nokkur taki eftir því. Samkvæmt munnmælum og sögusögnum var hann í Samfó en hvar er hann nú?

Steini Briem (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband