Kolbrún leiðir lista frjálslyndra í Kraganum

Kolbrún Stefánsdóttir Í tæplega tíu ára sögu Frjálslynda flokksins hefur kona aldrei náð kjöri á þing í nafni hans. Það verður fróðlegt að sjá hvort það breytist í alþingiskosningunum í vor. Nú hefur verið ákveðið að Kolbrún Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar og ritari Frjálslynda flokksins, muni leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Í kosningunum 2003 náði Gunnar Örlygsson kjöri á þing í kjördæminu á lista flokksins þar. Nú verður það hlutverk Kolbrúnar að reyna að tryggja flokknum fótfestu þar að nýju.

Flestir höfðu talið að Valdimar Leó Friðriksson, alþingismaður, myndi leiða lista frjálslyndra í Kraganum en greinilegt er að svo mun ekki verða. Valdimar Leó tók sæti á Alþingi fyrir Samfylkinguna þegar að Guðmundur Árni Stefánsson varð sendiherra haustið 2005 en sagði svo skilið við flokkinn eftir prófkjör hans í Kraganum í nóvember. Það verður fróðlegt að sjá hvar hann verður þá í framboði.

Kolbrún Stefánsdóttir er að því er ég best veit alveg nýtt nafn í stjórnmálum. Hún var kjörin ritari Frjálslynda flokksins á landsþinginu í síðasta mánuði og vann þá mjög öflugan kvennaslag um ritaraembættið og tók við af Margréti Sverrisdóttur, sem hafði verið ritari flokksins um árabil og verið forystukona innan flokksins. Það er greinilegt að Kolbrúnu er ætlað að taka við hlutverki Margrétar í kvennaarminum, en Margrét var eina konan sem leiddi lista fyrir flokkinn árið 2003.

Athyglisvert er að Sigurjón Þórðarson, alþingismaður frjálslyndra í Norðvestri og nýr leiðtogi þeirra í Norðaustri, sé að tilkynna fjölmiðlum hver leiðir listann í Kraganum, ef marka má frétt sem var hér inni á fréttavef Morgunblaðsins fyrr í dag. Hvaða tengingu hefur hann inn í kjördæmisráð flokksins í Kraganum?

mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að sumir þingmenn Frjálsblindra ætli sér að skipta um kyn í vor til að jafna kynjahlutfallið á framboðslistum sínum. Slíkt gæti líka auðveldlega gerst eftir kosningarnar hjá hvaða flokki sem er, þannig að ekki er endilega að marka kynjahlutfallið á framboðslistunum. Eins gæti Svartur listi, framboðslisti þeldökkra, komið fram í vor og ekki gott að segja hverjir verða á þeim lista. Sjáum hvað setur.

Steini Briem (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 16:25

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Við erum í góðu sambandi í Frjálslynda flokknum milli landshluta.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.2.2007 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband