25.2.2007 | 23:55
Spádómar um Óskarsverđlaunin 2007
Óskarsverđlaunin verđa afhent í 79. skiptiđ í Los Angeles í nótt. Óskarinn er án nokkurs vafa helsta kvikmyndahátíđ sögunnar, ein mesta uppskeruveisla kvikmyndabransans og ţar koma helstu leikarar og kvikmyndagerđarmenn samtímans saman.
Ég ćtla hér og nú ađ pćla í verđlaununum og spá í úrslitin í nokkrum af helstu flokkunum, svona mér mest til gamans. Ég hef veriđ kvikmyndaáhugamađur allt mitt líf, dýrkađ kvikmyndir sem ástríđu og lífsins áhugamál og fylgst alla tíđ vel međ Óskarnum.
Ţetta verđur vonandi spennandi og góđ nótt.
Kvikmynd ársins
Babel
The Departed
Letters from Iwo Jima
Little Miss Sunshine
The Queen
Allt eru ţetta frábćrar myndir, hver á sinn hátt. Babel er nćm og gríđarlega vönduđ fléttumynd, sem fléttist međ flottum hćtti saman - mynd sem fangar huga áhorfandans. The Departed er stórfengleg eđalmynd frá meistara Martin Scorsese. Little Miss Sunshine er hrífandi mynd, skartar frábćrum leik og nćmri sýn á líf ósköp venjulegrar fjölskyldu. Letters from Iwo Jima er öflug stríđsmynd međ mikla fyllingu sem fjallar um ólíkt fólk í viđjum stríđsátaka og örlög ţess. The Queen er svo vönduđ sýn á örlagaríka kreppu á valdaferli Elísabetar II Englandsdrottningar - lýsir vel atburđarás eftirleiks dauđa Díönu, prinsessu af Wales, fyrir ţjóđ í sorg og drottningu á krossgötum.
Spá: Ţetta er einn jafnasti kvikmyndaflokkurinn í um ţrjá áratugi. Allar myndirnar eru góđar og verđskulda sigur. Ţađ er engin ein mynd međ afgerandi forskot. Ţćr geta allar í raun unniđ, ţó líklega sé The Queen í mestri fjarlćgđ frá ţví. Ég tel ađ slagurinn standi ţó á milli Babel og The Departed. Ég tel líklegra ađ sú síđarnefnda fái verđlaunin. Mér finnst hún best ţessara mynda og vona ađ hún muni heilla hjarta akademíunnar međ sama hćtti og var í mínu tilfelli.
Leikstjóri ársins
Clint Eastwood - Letters from Iwo Jima
Stephen Frears - The Queen
Paul Greengrass - United 93
Alejandro González Ińárritu - Babel
Martin Scorsese - The Departed
Fimm leikstjórar sem fćrđu á hvíta tjaldiđ ógleymanlegar kvikmyndir á árinu 2006. Clint Eastwood er sá eini tilnefndra sem hefur hlotiđ verđlaunin; hefur hlotiđ ţau tvisvar - fyrir Unforgiven áriđ 1992 og Million Dollar Baby áriđ 2004. Hann leikstýrđi einni best heppnuđu kvikmynd ársins - mynd sem skilur mikiđ eftir sig og heillar áhorfandann. Stephen Frears á skiliđ tilnefningu fyrir frábćrt verk sitt í The Queen, sem er raunsönn lýsing á örlagaríkum viđburđum í breskri sögu fyrir ţjóđ og drottningu. Paul Greengrass gerđi United 93 stórbrotna og algjörlega ógleymanlega. Alejandro González Ińárritu fćrđi á hvíta tjaldiđ litríka og fallega fléttumynd - heilsteypta og vandađa. Meistari Martin Scorsese bćtti svo enn einni rósinni í sitt fallega safn međ flottri mafíumynd - mynd međ öllum pakkanum.
Spá: Ţađ er enginn vafi á ţví í mínum huga ađ allir eiga ţessir menn skiliđ ađ fá virđingu fyrir verk sín. Allar eru ţćr í hágćđaklassa. Ţó stendur Martin Scorsese algjörlega upp úr fyrir sína góđu mynd í mínum huga. Hann hlýtur hér sjöttu leikstjóratilnefningu sína. Hann hefur aldrei hlotiđ óskarinn. Er međ ólíkindum ađ ţessi snillingur hafi ekki hlotiđ gullna kallinn fyrir myndir eins og Raging Bull, The Aviator og Goodfellas. Til skammar fyrir akademíuna. Ţađ er fyrir löngu kominn tími til ađ heiđra hann og framlag hans til leiklistar í sögu kvikmyndanna. Ég ćtla rétt ađ vona ađ akademían noti ţetta tćkifćri nú og heiđri meistara Scorsese. Allt annađ er hreinn skandall.
Leikari í ađalhlutverki
Leonardo DiCaprio - Blood Diamond
Ryan Gosling - Half Nelson
Peter O'Toole - Venus
Will Smith - The Pursuit of Happyness
Forest Whitaker - The Last King of Scotland
Fimm flottir ađalleikarar ţarna á ferđ. Enginn ţeirra hefur áđur hlotiđ verđlaunin. Leonardo DiCaprio á eina bestu stund ferils síns í Blood Diamond. Flott mynd og glćsileg túlkun. Ryan Gosling er sagđur brillera í flottu hlutverki í Half Nelson. Peter O´Toole fćr nú sína áttundu ađalleikaratilnefningu; ađ ţessu sinni fyrir ađ leika gamla vitringinn í Venus. Alveg yndislegt kombakk. Hann vann ekki fyrir ógleymanlegar túlkun í Lawrence of Arabia, The Ruling Class, The Lion in Winter og Becket. Hvađ gerist nú? Will Smith kom mér mjög á óvart međ glćsilegri túlkun sinni í hinni glćsilegu The Pursuit of Happyness, ţar sem hann fer á kostum viđ hliđ sonar síns. Forest Whitaker á leiksigur ferilsins í hlutverki Idi Amin, einrćđisherrans frá Úganda.
Spá: Allir ţeir leikarar sem eru tilnefndir stóđu sig glćsilega í hlutverkum sínum. Hver á sinn hátt lífguđu ţeir upp á kvikmyndaheiminn međ frammistöđu sinni. Ţeir eiga allir séns á ađ vinna ađ mínu mati. Ćtti ég ađ velja myndi Peter O´Toole loksins fá verđlaunin. Hans tími er fyrir löngu kominn. Hann hefur á glćsilegum ferli lífgar svo um munar upp á kvikmyndamenninguna. Án vafa er keppnin milli hans og Whitaker sem er alveg stórfenglegur í sinni rullu - verđur hinn alrćmdi einrćđisherra í einu vetfangi međ brilljans. Tel ađ Whitaker hafi afgerandi forskot og ađ hann muni vinna. Hann hefur oft veriđ sniđgenginn áđur og á ţetta vel skiliđ. En ţađ á O´Toole mun frekar eiginlega.
Leikkona í ađalhlutverki
Penélope Cruz - Volver
Judi Dench - Notes on a Scandal
Helen Mirren - The Queen
Meryl Streep - The Devil Wears Prada
Kate Winslet - Little Children
Fimm magnađar leikkonur berjast um hnossiđ í ţessum flokki. Judi Dench og Meryl Streep hafa hlotiđ verđlaunin áđur. Dame Judi hlaut óskarinn fyrir túlkun sína á Elísabetu I Englandsdrottningu í Shakespeare in Love og Meryl fyrir leik sinn í Kramer vs. Kramer og Sophie´s Choice. Judi Dench er sem ávallt fyrr stórbrotin og óviđjafnanleg - geislandi leikframmistađa. Helen Mirren vinnur leiksigur ferils síns í The Queen og er hreinlega stórkostleg í erfiđri rullu; ţađ útheimtir kraft og kjark ađ leggja í ađ leika drottninguna sína, konu sem enn er viđ völd. Hún gerir ţađ međ brilljans. Ţađ geislar af Kate Winslet í hlutverki sínu í Little Children. Meryl geislar í hlutverki sínu í The Devil Wears Prada - ţvílíkt skass! Penelope Cruz brillerar í Volver - leiksigur hennar á flottum ferli.
Spá: Glćsilegur hópur leikkvenna - ţrjár breskar eđalkonur sem ţarna eru í fremsta flokki. Kate og Judi eru brilljans í sínum myndum. Meryl er alltaf flott og Penelope var yndisleg í sinni rullu. En ţađ stenst engin ţeirra snúning viđ Helen Mirren. Hún er drottning ţessa leikkvennaflokks ţetta áriđ og mun vinna. Ţađ er enginn vafi á ţví í mínum huga. Túlkun hennar á Elísabetu II í The Queen er svo stórfengleg ađ ekkert fćr ţađ toppađ. Ţađ var nokkur skađi ađ Helen Mirren skyldi ekki vinna óskarinn fyrir túlkun sína í The Madness of King George og Gosford Park. En nú er stundin komin. Enginn vafi á ţví. Ţetta verđur kvöldiđ hennar Helen Mirren.
Leikari í aukahlutverki
Alan Arkin - Little Miss Sunshine
Jackie Earle Haley - Little Children
Djimon Hounsou - Blood Diamond
Eddie Murphy - Dreamgirls
Mark Wahlberg - The Departed
Fimm glćsilegir leikarar í mjög flottum myndum. Enginn ţeirra hefur unniđ verđlaunin. Alan Arkin er sem ávallt fyrr listagóđur og á flotta endurkomu á hvíta tjaldiđ í Little Miss Sunshine. Yndisleg túlkun hans á afanum er einn helsti ađall góđrar myndar. Jackie Earle Haley er yndislega góđur í Little Children - ţvílíkur leiksigur! Í Dreamgirls fer Eddie Murphy á kostum sem soul-söngvarinn - hans besta á gloppóttum ferli og hann skilar sínu listavel. Djimon Hounsou var glćsilegur í Blood Diamond og fćr verđskulda tilnefningu. Mark Wahlberg er einn af hjartaknúsurum kvikmyndaheimsins í dag og hefur lengi brćtt hjarta kvennanna. Í mafíumyndinni The Departed á hann sína bestu stund á ferlinum. Flott mynd - glćsileg túlkun.
Spá: Allir verđskulda ţessir frábćru leikarar heiđur fyrir sitt verk. Ađ mínu mati stendur ţó baráttan fyrst og fremst á milli ţeirra Murphy, Haley og Arkin. Satt best ađ segja er mér erfitt ađ gera upp á milli ţeirra. Helst vildi ég ađ ţeir allir fengju verđlaunin. Ađ mínu mati var Haley alveg rosalega flottur í Little Children og fara vel frá erfiđu og krefjandi hlutverki - hann náđi allavega ađ heilla mig. Aftur á móti var Murphy alveg ađ brillera í sinni rullu í Dreamgirls. Mér hefur aldrei fundist Arkin hafa náđ hćrra í túlkun í kvikmynd. Afinn var algjör brilljans í hans túlkun - Arkin er alltaf flottur. Ég tel ađ Murphy muni vinna en myndi helst vilja ađ Arkin tćki ţetta.
Leikkona í aukahlutverki
Adriana Barraza - Babel
Cate Blanchett - Notes on a Scandal
Abigail Breslin - Little Miss Sunshine
Jennifer Hudson - Dreamgirls
Rinko Kikuchi - Babel
Fimm flottar leikkonur sem lýsa upp hvíta tjaldiđ međ flottum leik í ţessum góđu kvikmyndum. Ađeins Cate Blanchett hefur unniđ verđlaunin áđur. Hún vann óskarinn fyrir túlkun sína á Katharine Hepburn í hinni litríku The Aviator fyrir tveim árum. Adriana Barraza var ađ mínu mati alveg glettilega góđ í kvikmyndinni Babel - lagđi allt sitt í hlutverkiđ og gott betur en ţađ og á tilnefninguna svo sannarlega skiliđ. Blanchett stóđ sig vel eins og ávallt í Notes on a Scandal og var yndisleg. Abigail Breslin brillerar í Little Miss Sunshine - lítil stjarna stórrar myndar. Minnir mig á flottan leiksigur Tatum í Paper Moon í denn. Jennifer Hudson vinnur sannkallađan leiksigur í krefjandi hlutverki í Dreamgirls. Rinko Kikuchi var svo heillandi og eftirminnileg í Babel - listilega flott túlkun.
Spá: Allar eru ţessar leikkonur alveg frábćrar og skara satt best ađ segja algjörlega fram úr á sviđi leiklistar í sínum myndum. Ţó er enginn vafi á ţví í mínum huga ađ Jennifer Hudson ber algjörlega af. Hún allavega hitti mig í hjartastađ međ nćmri og eftirminnilegri túlkun sinni á Effie White. Ţvílíkur söngur og ţvílík leikframmistađa konu sem aldrei fyrr hefur í raun leikiđ í stórmynd. Brilljans í sinni allra bestu mynd. Jennifer gjörsamlega brillerar međ ţessari túlkun sinni og hún er ađ mínu mati hjarta og sál ţessarar stórbrotnu myndar. Ţađ kemur ekkert annađ til greina í mínum huga en ađ hún vinni ţessi verđlaun. Ćtla ég svo sannarlega ađ vona ađ svo fari. Hún ber af sem gull af eiri ađ mínu mati.
Góđa skemmtun í nótt!
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt 26.2.2007 kl. 00:05 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.