Martin Scorsese hlýtur leikstjóraóskarinn

Martin Scorsese Martin Scorsese hlaut rétt í þessu leikstjóraóskarinn fyrir kvikmyndina The Departed. Loksins, loksins, segi ég og eflaust flestir kvikmyndaáhugamenn um allan heim. Scorsese hefur sex sinnum verið tilnefndur til verðlaunanna en aldrei hlotið þau fyrr en nú. Hann var áður tilnefndur fyrir Raging Bull, The Last Temptation of Christ, Goodfellas, Gangs of New York og The Aviator.

Það hefði verið sannkallaður skandall hefði Scorsese ekki unnið nú. Ég man þegar að ég fyrst sá sem unglingur öll meistaraverk Scorsese. Ég heillaðist af þeirri snilld sem þessi leikstjóri hafði gert og ég dáist enn að þessari snilld þegar að ég sé myndir hans. Þetta eru mikil gleðitíðindi að loks hafi hann hlotið verðskuldaðan heiður frá akademíunni. Betra er svo sannarlega seint en aldrei.

Glæsilegt....kannski er The Departed ekki besta myndin hans, en samt, löngu verðskuldað!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband