Alslemma hjá Scorsese - nótt kvikmyndafíklanna

Martin ScorseseÞetta var yndisleg nótt fyrir kvikmyndafíklana.... einkum aðdáendur Martins Scorsese. Hann hlaut loksins leikstjóraóskarinn og kvikmyndin The Departed var valin besta kvikmynd ársins 2006. Eftir þessu hafði verið beðið lengi svo sannarlega í kvikmyndabransanum. En það var svo sannarlega gaman að vaka yfir Óskarnum, met þetta ekkert síður en kosninganæturnar. Ég er það mikill kvikmyndafíkill að ég fíla þetta alveg í botn.

Margt fór eftir bókinni í nótt, annað ekki. Sigur Alan Arkin í aukaleikaraflokknum var mjög verðskuldaður en margir höfðu talið að hann myndi ekki geta sigrað Eddie Murphy. En það var gott að gamla brýnið vann loks verðlaunin, það voru ár og dagar síðan hann var tilnefndur og þetta var stjörnuframmistaða. Afinn í Little Miss Sunshine er ein litríkasta persóna myndarinnar. Sigur Mirren, Hudson og Whitakers var ekki óvæntur en voru ánægjulegir, enda voru þau öll svo innilega góð í sínum rullum.

En þetta var svo sannarlega kvöldið hans Scorsese. Loksins fékk gamli góði meistarinn alslemmu í Hollywood og var sannarlega kominn tími til. Var alltaf viss um að þessi mynd fengi óskarinn. Þetta var einfaldlega móment Scorsese og menn voru loks að viðurkenna snilli hans í bransanum. Það er bara mjög einfalt mál að mínu mati. Það hefði betur gerst fyrr. Þessi sigurstund átti að vera fyrir sextán árum og myndin átti að vera Goodfellas. En betra er vissulega seint en aldrei.

Skrifaði nokkrar færslur gegnum nóttina og birti hér tengla á þær svo fólk geti lesið beint. Einnig bendi ég á óskarsspána mína frá í gærkvöldi, leikstjóraumfjöllun mína um Scorsese frá því sumarið 2003 og umfjöllun mína um The Departed, sem ég skrifaði er myndin var frumsýnd hérna heima í október 2006.

Óskarsverðlaunaspá SFS - 2007
The Departed - skrif SFS um myndina
Leikstjóraumfjöllun - Martin Scorsese (2003)



mbl.is Scorsese fékk loks Óskarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband