Kostuleg kaldhæðni

Hvítt bros Þetta er mikil írónía yfir þessari frétt. Finnst mjög fyndið að hafi látið til leiðast og hringt. Það er nú eflaust svo að fólk vill reyna að fá hlutina ódýrt, en kommon segir maður bara. Allir muna eftir því þegar að boðið var upp á tannlæknaferðir til Búlgaríu, að mig minnir. Ég þekki meira að segja fólk sem fór í svona ferðir og var bara nokkuð ánægt, þó sennilega hafi varla allir getað verið ánægðir með svo snöggsoðna ferð til tannlæknis. Þetta er misjafnt. 

En það er himinn og haf í prísum sé miðað við hérna heima. Það er skiljanlegt að fólk vilji reyna að spara fyrir sér. Get ekki ímyndað mér að mikill gleðisvipur hafi verið á Davíð eftir helgina. Þetta hefur verið allavega mikið símaspjall. Viðbrögðin segja kannski öll sína sögu. Tannlækningar hérna heima eru rándýrar og sumir setja það fyrir sig að fara vegna þess. Þetta er kannski vitnisburður þess að fólk vilji reyna að hafa þetta ódýrara. Blasir reyndar við.

Hef ekki mikið heyrt af tannlækningum heima - hinsvegar hef ég heyrt af tannlækningum á hjólum en Egill Jónsson, tannlæknir hér á Akureyri, bauð upp á það. Man ekki alveg hvernig það gekk, en það var allavega mikið í fréttum. Það er nú reyndar svo að tannlækningar eru hlutur sem kemur okkur öllum við. Kostnaður er mikill við þær og þessi viðbrögð sýna okkur mjög vel að meðalJóninn vill reyna að fá þetta ódýrara.

En fyndið er þetta.... vildi hinsvegar varla lenda í því að fá svona símtöl eða lenda í svona.... og það á laugardegi af öllum dögum. Kómík.

mbl.is Tannlækningar í heimahúsi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband