Jón og Geir mætast aftur í Reykjavík suður

Jón MagnússonÞað stefnir í spennandi kosningar í Reykjavík suður. Ljóst er orðið að Margrét Sverrisdóttir og Jón Magnússon munu mætast þar öðru sinni í kosningabaráttu. Það sama gildir um Jón og Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, en Jón leiddi Nýtt afl í síðustu kosningum í suðurhluta borgarinnar og Geir leiddi þá lista Sjálfstæðisflokksins þar.

Eins og flestir vita væntanlega eru Jón og Geir gamlir flokksfélagar og var Jón forveri Geirs á formannsstóli Sambands ungra sjálfstæðismanna. Þeir kannast því nokkuð vel hvor við annan. Jón var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 1983-1991. Eins og flestir vita var Jón um nokkuð skeið tengdasonur Jónasar Rafnar, fyrrum alþingismanns Sjálfstæðisflokksins, og því svili Þorsteins Pálssonar, ritstjóra Fréttablaðsins og fyrrum forsætisráðherra. Jón var á ferli sínum forðum daga bæði formaður Heimdallar (1975-1977) og SUS (1977-1981).

Jón hefur talsvert umdeildur verið í seinni tíð og flestir telja innkomu hans og félaganna úr Nýju afli, sem gárungarnir hafa nefnt Hvítt afl, hafa orðið upphaf klofnings Frjálslynda flokksins. Sverrisarmurinn sem leiddur er af Margréti Sverrisdóttur hefur yfirgefið flokkinn og stefnir í framboð þess hóps í samstarfi með fleirum. Það verður spennandi rimma í suðurhluta borgarinnar milli Margrétar og Jóns en ekki síður athyglisvert að sjá þá fyrrum flokksfélaga og samherja innan SUS; Jón og Geir, takast á öðru sinni á sömu slóðum.

Það er ljóst að Jón ætlar sér aftur á þing og væntanlega eru möguleikar hans meiri nú en nokkru sinni áður. Hann var inni miðað við síðustu mælingu Gallups og þeir fóstbræður, Jón og Magnús Þór, fylkja liði í borginni rétt eins og í innflytjendamálunum og gegn Sverrisarminum svokallaða.


mbl.is Magnús Þór og Jón í efstu sætunum hjá Frjálslyndum í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Fylkja liði"?! Það kallast nú varla lið þar sem tveir koma saman. "Þar sem tvö tré koma saman, þar er skógur." Yeah, right!

Steini Briem (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 18:02

2 Smámynd: Anton Þór Harðarson

Sæll er ekki nokkuð ljóst að fari Margrét fram í r.vík suður, þá kemst  hvortugt  þeirra inn, allavegana held ég að  Jón sæki ekki marga frá öðrum flokkum, kanski Margrét, en að stærstum hluta berjast þau um fylgið sem frjálslyndir hafa.

Anton Þór Harðarson, 26.2.2007 kl. 18:05

3 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Þetta hljómaði miklu betur þegar Gunnar og Geir voru að berjast svona um það leyti þegar margir bloggarandir voru að fæðast.

Jón Sigurgeirsson , 26.2.2007 kl. 18:42

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég verð að fá að vera ótrúlega hreinskilin við þig, kæri nýjasti bloggvinur. Mikið er þessi nýja mynd af þér fallegri en sú gamla

Ég er svo ópólitísk að ég nenni ekki að pæla í stjórnmálum fyrr en 11. maí nk og ákveð líklega þá hvað ég ætla að kjósa! Þess vegna kommenta ég svona ómálefnalega hjá þér, sorrí!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.2.2007 kl. 18:45

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Steini: Þetta var eiginlega kaldhæðni hjá mér þetta orðalag. Um að gera að hafa smá kaldhæðni með.

Anton: Þetta verður mjög spennandi með að fylgjast - þau gætu núllað hvort annað út vissulega. Það yrði merkileg staða. Annars fékk Jón ekki mikið fylgi með Nýtt afl í RVK-S síðast.

Jón: Vissulega :)

Gurrí: Takk fyrir það. Já, það er gott að fá komment frá þér. Gaman að fá þig sem bloggvin. Varðandi kosningarnar - það er allt í lagi að melta hlutina og sjá til hvað sé rétt og hvað sé rangt að gera. Bara svo fremi að fólk kjósi og velji. Það er mikilvægast. Margir ákveða sig í kjörklefanum. Það eru sífellt færri sem binda sig einum flokki út í eitt. Oft gott að vera engum háður og vega og meta stöðuna allt til enda.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.2.2007 kl. 20:21

6 identicon

Olræt, Stefán minn. Farðu vel með þig.

Steini Briem (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband