Ekki er nú öll vitleysan eins....

Það er nú ekki hægt annað en að hlæja aðeins yfir fréttinni um kínverska kaupsýslumanninum sem hefur auglýst á netinu eftir hjákonustaðgengli til að þola barsmíðar reiðu eiginkonunnar hans. Það er ýmislegt reynt segir maður bara. Til að hlífa eiginkonunni að þá er bara auglýst eftir einhverri til að taka við fýlunni í frúnni. Fannst eiginlega merkilegast að þetta gerðist í Kína, hefði kannski búist við þessu í Bandaríkjunum eiginlega mun frekar.

Fyndnast við þetta allt er að skv. fréttinni hafa tíu konur sýnt áhuga á þessu djobbi, ef það má þá kalla það því nafni. Boðið er upp á greiðslu fyrir verkefnið. Þetta er því bissness fyrir þá konu sem verður valin. Finnst þetta svona frekar óviðurkvæmilegt eiginlega. Kannski er þetta til marks um það að fólk sé tilbúið til að gera næstum því hvað sem er fyrir peninga. Sennilega eru femínistarnir hérna heima ekki parhrifnir af þessu.

Enda er þetta ekki beint í þeirra huga góð framkoma við konur. En þarna á kona að taka við barsmíðum frá konu. Kostulegt alveg. Það er hægt að hlæja af þessu úr fjarlægð við Kína. Efast um a þetta væri eins fyndið ef þetta væri smáauglýsing í DV og þetta væri fjölskyldudrama í Breiðholtinu.


mbl.is Hjákonustaðgengill óskast til að þola barsmíðar eiginkonunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband