Undarleg tímaákvörðun Samfylkingarinnar

SamfylkinginÞað hefur vakið mikla athygli að Samfylkingin ætlar sér að hafa landsfund sömu helgi og við í Sjálfstæðisflokknum, 12.-15. apríl nk. Til þessa hef ég talið það vera óskráð lög í samskiptum flokka að þeir virði tímasetningar landsfunda eða æðstu stofnana flokka sinna og velji annan tíma fyrir þessa fundi sína. Ég man satt best að segja ekki eftir svona nokkru í seinni tíma stjórnmálasögu, þeir endilega bendi á í kommentakerfi ef önnur dæmi eru um, sem ég reyndar efast um að séu til.

Sjálfstæðisflokkurinn ákvað síðasta sumar að taka frá þessa helgi fyrir landsfund í Laugardalshöll og vissi ég reyndar tímasetninguna áður en ég hætti sem formaður Varðar, f.u.s. hér á Akureyri, í fyrrasumar, en þá var tímaákvörðun komin þegar á hreint og allur undirbúningur hafinn. Við í Sjálfstæðisflokknum getum ekki haldið landsfundi án mikils undirbúnings og því höldum við okkar fund eftir gott skipulag og gefum rúman tíma í það. Það er því ákvörðun með langan aðdraganda að funda þessa helgi. Nú þekki ég vissulega ekki hvernig þetta var ákveðið hjá Samfylkingunni en efast um að lengur hafi undirbúningur staðið þar en í Sjálfstæðisflokknum.

Það er því ljóst að báðir stærstu flokkar landsins, skv. stöðu á Alþingi nú, ætla að funda í sömu borg, um sömu helgi og á sömu tímasetningu. Það verður allavega vel troðið í borginni þessa helgi greinilega. Eflaust munu einhverjir spyrja um þetta og vilja vita hví Samfylkingin velur endilega þessa helgi. Ingibjörg Sólrún var spurð um þetta í Íslandi í dag í gærkvöldi en frekar voru nú svörin þar undarleg. En svona verður þetta þá bara. En þetta er undarleg tímaákvörðun, svo vægt sé til orða tekið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn fer sífellt minnkandi á næstunni, þannig að þetta kemur ekki að sök. Hann er heillum horfinn og svo verður hann alveg horfinn.

Steini Briem (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 12:49

2 identicon

Hvernig geta svörin verið undarleg þegar svarið er að húsnæðið sem þarf undir þetta hafi verið upptekið á öðrum tíma en þessum? 

Ámundi (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 12:49

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ragnar: Já, það verður líf í borginni þessa helgi. Má fullyrða það svo sannarlega.

Steini: Mér finnst nöfn flokkanna engu máli skipta. Það er algjört aukaatriði. Hefðin hefur verið sú að menn hafa ekki sett landsfundi á sömu helgar. Hefurðu einhver dæmi önnur um þetta? Annars finnst mér þetta vera frekar undarlegt mál en það er sagt heilt yfir, enda finnst mér það aukaatriði hvaða flokkar þetta séu. Þetta hefði verið í umræðunni þrátt fyrir allt.

Stefán Friðrik Stefánsson, 27.2.2007 kl. 12:53

4 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Skil ekkert í Samfó að vilja týnast þessa helgi, hefði verið nær fyrir þá að halda fund á sama tíma og Framsókn. Geta fengið stofuna hjá mér leigða á góðum prís, enda ekki þörf á stóru húsnæði fyrir þessa deyjandi flokka.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 27.2.2007 kl. 13:33

5 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Er ekki bara stemmning að hafa þetta á sama tíma. Það eru ekki margar helgar sem koma til greina, og þetta var ákveðið fyrir ca 2 mánuðum síðan.

Meira fjör.

Eggert Hjelm Herbertsson, 27.2.2007 kl. 13:42

6 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Mér finnst þetta lykta af því að verið sé að reyna að hitta á sama tíma, sbr. þing kvennahreyfingar Sf. sett á sömu helgi og landsfundur VG, og þannig reynt að deyfa umfjöllun annarra í fjölmiðlum. Vona að þetta hafi ekki verið óskiljanlegt hjá mér. Menn eiga í lengstu lög að reyna að virða tímasetningar andstæðra fylkinga varðandi þessi mál, annað er ókurteisi. Það er smá séns kannski að ekki hafi verið hjá þessu komist, ég veit að ég verð að hafa það í huga.

Ragnar Bjarnason, 27.2.2007 kl. 13:48

7 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Hvernig voga þau sér?!

Steinn E. Sigurðarson, 27.2.2007 kl. 13:59

8 identicon

Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum, Stebbi minn. Þetta er hvorki gott fyrir Samfó né Sjalla.

Steini Briem (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 14:25

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Dharma: Góðar pælingar. :)

Rúnar Haukur: Nákvæmlega, þeim væri réttast að þiggja stofuna bara. :)

Eggert: Já, en þetta er samt frekar spes. Við fáum þá allavega tíma til að hittast og rabba um pólitík. Það væri gaman, alltaf gott að taka fínt spjall.

Raggi: Alveg sammála, þetta er virkilega skrýtin ákvörðun. Mjög gott komment hjá þér.

Steinn: Já, segðu! :) Mæltu manna heilastur hehe.

Steini: Tek undir það, en menn gera þetta þá bara svona. Þetta er undarlegt vegna þess að þetta hefur ekki gerst áður, svo ég viti af. En það eru að koma kosningar og eðlilegt að allir vilji sviðsljós. Þetta hefði verið minna mál held ég hefði þetta verið milliþing á miðju kjörtímabili.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 27.2.2007 kl. 14:58

10 identicon

Ekkert sem sf gerir kemur mér á óvart.
Ef þeir vilja verða undir í umræðu og umfjöllun þá er þetta góð leið.
Ég held að mörgu leiti sé þetta mjög gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn því samanburðurinn verður sf í óhag.

Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 17:45

11 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Ég skil ekki af hverju þetta er bara ekki í góðu lagi. Það eru viðburðir hjá flokkunum allar helgar fram til kosninga, þannig að erfitt er að finna helgi þar sem ekki hittir á eitthvað hjá öðrum.

Við tökum spjall við tækifæri Stebbi.

Eggert Hjelm Herbertsson, 27.2.2007 kl. 17:54

12 identicon

Og hvað með það ?

Jon Ingi Caesarsson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband