Menningarhús rís á Dalvík - mjög höfðingleg gjöf

Menningarhús á Dalvík Það er yndislegt að heyra fréttir af því að Friðrik Friðriksson og hans fólk hjá Sparisjóði Svarfdæla ætli að færa íbúum Dalvíkurbyggðar þá höfðinglegu gjöf að reisa menningarhús í miðbæ Dalvíkur. Sem fyrrum íbúi á Dalvík, er hugsar með hlýjum huga úteftir, gleðst ég með fólki þar. Það hefur löngum vantað alvöru miðstöð menningar og listar á Dalvík og þessi höfðinlega gjöf færir fólki þar mörg ný og glæsileg tækifæri.

Sparisjóður Svarfdæla hefur verið fjármálastofnun fólksins í heimabyggð í rúmlega öld. Fólk þar skiptir við sinn sparisjóð og unir þar vel við sitt. Frissi og hans fólk hafa haldið vel utan um sparisjóðinn og ræktað hann mjög vel. Þessi tíðindi sýna betur en allt annað hversu vel sparisjóðurinn stendur. Hann hugsar um hag fólksins. Þessi gjöf er til fólksins í bænum, viðskiptavina sparisjóðsins, enda mun gjöfin hagnast öllum íbúum, þó fullyrða megi að flestir íbúar þar skipti við sparisjóðinn, sem hefur sterka stöðu í heimabyggð og þakkar það vel með þessu.

En til hamingju íbúar á Dalvík. Það verður gaman að koma í heimsókn í menningarhúsið þegar að það verður risið. Það verða margar hamingjustundir í þessari miðstöð menningar og lista.

mbl.is Sparisjóður Svarfdæla kostar byggingu menningarhúss á Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill vaxtamuninum og hættið nú þessu bankavæli! Frissi er flottur náungi og ég óska Dalvíkingum, Ströndungum, Svarfdælingum og Skíðdælingum (sérstaklega Þóreyju í Hlíð) til hamingju með þetta flotta menningarhús!

Steini Briem (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband