Er undirbúningsleysi í Samfylkingunni?

SamfylkinginÞau skilaboð frá Samfylkingunni um að Egilshöll hafi aðeins verið laus sömu helgi og landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn hafa vakið athygli. Þetta bendir til þess að undirbúningur hafi hafist frekar seint hjá Samfylkingunni við fundinn. Þetta er allavega merkileg tilviljun svo sannarlega. Eins og ég benti á í gær eru mjög fá, ef þá eru nokkur, fordæmi fyrir því að tveir flokkar haldi æðstu fundi sína sömu helgina.

Þetta hefur vakið mikla athygli stjórnmálaáhugamanna síðustu dagana. Sjálfur tel ég þetta vera enn meira áberandi í ljósi þess að kosningar eru framundan. Hefði þetta verið millilandsfundur á miðju kjörtímabili hefði þetta væntanlega verið mun minna í umræðunni. En það er stutt í kosningar, rétt rúmir 70 dagar, og því er þetta meira áberandi þannig séð. Ég man reyndar að fyrir síðustu kosningar héldum við sjálfstæðismenn landsfund um mánaðarmótin mars-apríl 2003 en Samfylkingin var með svokallað vorþing viku seinna, sem reyndar var ekki landsfundur.

Það er greinilegt að sú hefð er nú úr sögunni að flokkar virði landsfundi hvors annars og reyni að hliðra til. Landsfundir eru stórmál, sérstaklega í aðdraganda kosninganna. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur verið áætlaður þessa helgi í tæpt ár og því vaknar spurning um það hversu lengi undirbúningur Samfylkingarinnar hefur staðið. En við erum vissulega að sjá nýja tíma með þessu og væntanlega verður það síður virt úr þessu hvort einn flokkur heldur landsfund tiltekna helgi eður ei er aðrir flokkar skipuleggja sig.

Sjálfum finnst mér þetta ekki gott fyrir hvorugan flokkinn, enda skiptir máli að flokkur hafi athygli á sér og stefnuáherslum sínum. En það verður að lifa við þetta og ekki hræðumst við sjálfstæðismenn samanburð milli fundanna. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur alla tíð verið stórviðburður í pólitískri umræðu og öflugasti fundur stjórnmálaflokks á Íslandi. Þetta er jú langfjölmennasti flokkur landsins og býr yfir mjög öflugri hefð og vönduðu skipulagi við undirbúning þessarar stærstu samkomu sinnar.

Fundur okkar sjálfstæðismanna stendur hefð skv. í fjóra daga en fundur Samfylkingarinnar stendur yfir í tvo daga svo að þetta kemur varla að sök fyrir hvorugan flokkinn. Það er svosem gott ef báðir flokkar fá góða athygli, en ég efast ekki um að landsfundur Sjálfstæðisflokksins verði mikið í umræðunni nú. Stefnumótun flokksins fyrir kosningarnar verður spennandi með að fylgjast og ég á von á líflegu málefnastarfi. Sérstaklega tel ég að umhverfismálin verði stórt mál á fundinum.


mbl.is „Var eina helgin sem var laus"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda bloggar

mjög vel orðað, samála þér

Adda bloggar, 28.2.2007 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband