Eilífðartöffarinn frá Keflavík giftir sig loksins

Rúnar Júlíusson Ég verð að viðurkenna að ég kipptist eilítið við þegar að ég sá frétt á netinu um að eilífðartöffarinn frá Keflavík, rokkmeistarinn Rúnar Júlíusson, væri að fara að gifta sig í dag. Ég hef nefnilega haldið til fjölda ára að hann og María Baldursdóttir væru gift. Svo er þó nefnilega ekki, þau hafa aðeins verið kærustupar í öll þessi ár. Mun þetta eiga að vera stóri dagurinn í lífi þeirra. Mjög merkilegt.

Rúnar er Hr. Rokk í huga ansi margra landsmanna. Hann hefur verið samofinn íslenskri tónlistarsögu í yfir fjóra áratugi, eða frá því að Hljómar byrjuðu sinn glæsilega feril. Lög eins og Heyrðu mig góða, Fyrsti kossinn, Sveitapiltsins draumur og mörg fleiri hafa mótað feril hans og hann er enn á fullu. Það var t.d. mjög gaman að sjá Rúnar og Bubba taka lagið á afmælistónleikum Bubba í júní í fyrra. Mikið fjör og sá gamli hefur engu gleymt. GCD var dúndurviðbót reyndar á ferli Rúnars.

Rúnar var einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins og einn af bestu mönnum Keflavíkurliðsins þegar að hann byrjaði í Hljómum og gaf þann feril upp á bátinn fyrir tónlistina. Hann hefur í fjóra áratugi búið með Maríu, en hún var valin fegurðardrottning Íslands í upphafi sambúðar þeirra, árið 1969 að mig minnir. Þau hafa verið sem eitt í huga landsmanna alla tíð síðan. Rúnar hefur ekki aðeins verið tónlistarmaður, hann hefur verið útgefandi tónlistar og pródúsent og á farsælan feril að baki.

Það er ekki hægt annað en að senda góðar kveðjur til gullna parsins, Rúnars og Maríu, suður til Keflavíkur á þessum merka degi í lífi þeirra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, Rúnar Júl er sko flottur. Herinn á Heiðinni hafði mikil áhrif á Keflvíkinga og íslenska menningu, tónlist, útvarp, sjónvarp... Hvar stæðum við án Bonanza? Sviðakjammarnir og soðningin væru ennþá allsráðandi hér ef enginn væri vondur í heiminum. Þúsundir unnu hjá Hernum og hann dældi peningum í efnahagslífið. Án heimstyrjaldanna, enska og bandaríska hersins, værum við enn í moldarkofunum. Við eigum Hitler og Stalín velgengni okkar að þakka og reisa ætti veglegar styttur af þeim á Austurvelli, gegnt Jóni Sigurðssyni, til að sýna þakklæti okkar í verki.

Steini Briem (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband