Fagrir kvikmyndatónar

Hef sett inn fagra en ólíka kvikmyndatóna í spilarann minn hérna. Ennio Morricone hlaut heiðarsóskarinn aðfararnótt mánudags fyrir sinn glæsilega feril. Tvö falleg stef ferils hans eru í spilaranum; Death Theme úr The Untouchables og The Good, the Bad and the Ugly, eðallinn sjálfur úr spagettí-vestrunum. Setti líka inn guðdómlegt saxófónstef Bernard Herrmann úr Taxi Driver, kvikmynd meistara Martin Scorsese, sem hlaut loksins leikstjóraóskarinn í vikunni. Það var kominn tími til að akademían heiðraði þessa miklu meistara. Saxófónstefið varð síðasta kvikmyndatónverk hins mikla snillings Herrmann og tekið upp aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann varð bráðkvaddur.

Svo er þarna inni Tangóstefið ódauðlega með Carlos Gardel, en það gleymist engum sem sáu Scent of a Woman, myndinni sem færði Al Pacino löngu verðskulduð óskarsverðlaun. Tangóinn hans og Gabrielle Anwar í myndinni með stefið ómandi undir gleymist svo sannarlega ekki. Kvikmyndagaldrar. Svo er líka óskarsverðlaunalag Bob Dylan, Things have Changed, úr Wonder Boys. Besta lag Dylans frá gullaldarárunum. Svo má ekki gleyma I Don´t Want to Miss a Thing, óskarsverðlaunalagi Aerosmith sem prýddi myndina Armageddon árið 1998.

Svo er þarna Son of a Preacher´s Man með Dusty Springfield, en allir þeir sem sjá nokkru sinni Pulp Fiction gleyma því lagi ekki svo glatt. Svo er þarna að lokum síðast en ekki síst Streets of Philadelphia með Bruce Springsteen. Hann fékk óskarinn fyrir lagið, en það prýddi myndina Philadelphia árið 1993, myndinni sem færði Tom Hanks sinn fyrri óskar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert er jafn hugljúft og Cinema Paradiso og tónlist Morricone í myndinni.

Steini Briem (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 21:10

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Tek undir það. Love Theme eftir Morricone í Cinema Paradiso er fallegasta kvikmyndastef 20. aldarinnar. Einfalt mál. Set það hér inn fljótlega.

Les. meira hér: Ennio Morricone hlýtur heiðursóskarinn

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.2.2007 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband