Helen Mirren glæsilegust allra á Óskarnum

Helen Mirren Það er nú enginn vafi að Dame Helen Mirren var glæsilegust allra á Óskarnum aðfararnótt mánudags. Það geislaði af henni í kjól sem var eins og sniðinn algjörlega fyrir hana er hún tók við Óskarnum fyrir að túlka Elísabetu II Englandsdrottningu í kvikmyndinni The Queen. Glæsileg sigurstund fyrir hana á löngum ferli. Fannst reyndar afleitt þegar að hún tapaði í bæði fyrri skiptin; fyrir The Madness of King George og Gosford Park. Hún var t.d. alveg brill sem þjónustukonan ofurfullkomna, sem reyndist síðar ekki alveg svo fullkomin, í Gosford Park.

En þessi frétt er mjög fyndin í ofanálag. Það verður ekki af Dame Helen skafið að hún þorir að tala hreint út. Þess vegna var kannski viðeigandi að hún skyldi leika kjarnakonuna Elísabetu í þessari mynd. Þær eru nefnilega innst inni nokkuð líkar týpur held ég. Ákveðnar kjarnakonur. Nú heyrist reyndar að Mirren vilji leika Camillu Parker-Bowles, eiginkonu Karls Bretaprins, sem nú er orðin hefðarkona með titilinn hertogaynja. Það yrði nú heldur dúndurstöff, pent sagt.

Les. hér: Helen Mirren wants to play Camilla

mbl.is Nærhaldið fjarri á Óskarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Stefán þó! Þú ert greinilega hrifinn af þér eldri konum  

Haukur Nikulásson, 28.2.2007 kl. 16:00

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hún var nú líka frábær í Calendar Girls

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.2.2007 kl. 18:25

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Haukur: Helen Mirren er bara yndisleg leikkona. Það er alveg rétt að ég er mjög hrifinn af henni. Mér fannst hún langflottust þarna um þetta kvöld. Það er bara rugl að konur sem eru komnar yfir fimmtugt séu búnar að vera sem leikkonur og fái ekki tækifæri. Það hefur breyst svolítið, en það var rosalegur kafli á móti konum á þessum aldri í leik síðustu 5-10 árin. Sem dæmi um það er að Mirren er elsta leikkonan (yfir fertugt) sem vinnur þessi verðlaun á Óskarnum síðan að Susan Sarandon vann árið 1996 fyrir Dead Man Walking. Aðeins Jessica Tandy hefur verið eldri en Mirren til þessa reyndar síðustu 30 árin, hún var orðin áttræð er hún vann fyrir Driving Miss Daisy árið 1990.

Gréta: Tek heilshugar undir það. Góð mynd, ekta bresk líka. Bretar eru öðrum fremri í að gera kjarnmiklar myndir að mínu mati.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.3.2007 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband